Skemmtiferðaskip í Sundahöfn mengar líkt og 10 þúsund bílar Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. júlí 2014 19:17 Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira