Íslenski boltinn

Tveimur toppslögum frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
KSÍ hefur frestað leikjum FH og Stjörnunnar í 14. umferð Pepsi-deildar karla eftir að ljóst varð að liðin tryggðu sér sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.

FH mætir KR í þeirri umferð og Stjarnan leikur gegn Víkingi en þetta eru fjögur efstu lið deildarinnar sem stendur. FH og Stjarnan eru bæði ósigruð í efstu tveimur sætum deildarinnar og KR og Víkingur eru jafn að stigum í 3.-4. sæti.

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að skoðað verði á næstu dögum hvernig þessum leikjum verðið raðað upp á nýtt. Hann hefur þó ekki áhyggjur af stöðu mála.

„Við höfum meira svigrúm nú en oft áður,“ segir Birkir. „Áður höfum við frestað leikjum þegar íslensku liðin hefja þátttöku í Evrópukeppni en nú dreifðum við leikjunum þannig að þess gerðist ekki þörf. KSÍ hefur því ekki þurft að fresta neinum leikjum vegna Evrópukeppninnar þar til nú.“

Hann segir að gengi KR og Víkings í bikarkeppninni hafi áhrif á hvaða dagsetningar komi til greina sem og hvort að FH og Stjarnan komist áfram í Evrópudeildinni.

„Við munum skoða þetta á næstu dögum,“ sagði Birkir.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×