Viðskipti innlent

Hver er Jón Árni Ágústsson skattakóngur 2014?

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Jón Árni Ágústsson greiddi tæplega 412 milljónir króna í skatt fyrir síðasta ár.
Jón Árni Ágústsson greiddi tæplega 412 milljónir króna í skatt fyrir síðasta ár.
Jón Árni Ágústsson greiddi alls 411.842.058 krónur í skatta samkvæmt yfirliti ríkisskattstjóra um einstaklingsálagningu 2014 og er því skattakóngur Íslands.

Jón Árni Ágústsson, skattakóngur Íslands.Mynd/Eggert
Árið 2005 stofnaði hann ásamt félögum sínum eignarhaldsfyrirtækið Invent Farma, sem eignaðist svo spænsku samheitalyfjafyrirtækin Laboratorios Lesvi SL og Inke SA.

Jón Árni átti samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins 13,3% hlut í Invent Farma, en Jón og aðrir fjárfestar sem áttu hlut í Invent Farma seldu svo Framtakssjóði Íslands samtals sextíu prósenta hlut í ágúst í fyrra.


Tengdar fréttir

Nágrannar á skattalistanum

Tveir af þeim þrjátíu sem greiða mestan skatt á Íslandi, samkvæmt útreikningum ríkisskattstjóra, eru nágrannar og eru um 300 metrar á milli heimila þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×