Innlent

Ótrygg staða við Öskju

Gissur Sigurðsson skrifar
Ferðamenn komast að Víti, og sjá þaðan yfir á hamfarasvæðið.
Ferðamenn komast að Víti, og sjá þaðan yfir á hamfarasvæðið. KRISTJÁN INGI EINARSSON
Enn hrynur eitthvað úr brotstálinu ofan við skriðuna, sem féll í Öskjuvatn, þannig að stálið er enn ótryggt.

Fjöldi vísindamanna var á svæðinu í gær og virðist niðurstaða úr athugunum þeirra vera sú að ekki sé hætta á meiriháttar skriðuföllum á svæðinu úr þessu. Vísindaráð almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra kemur saman til fundar fyrir hádegi þar sem farið verður yfir málið og ákveðið hvort takmarkanir á umgengni ferðamanna um svæðið verða látnar standa áfram, en að sögn landvarða hafa ferðamenn virt takmarkanir. Þeir komast að Víti, og sjá þaðan yfir á hamfarasvæðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×