Enski boltinn

Sjö marka sigur í fyrsta leik van Gaal | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn United höfðu ástæðu til að fagna í nótt.
Leikmenn United höfðu ástæðu til að fagna í nótt. Vísir/Getty
Louis van Gaal fékk óskabyrjun í sínum fyrsta leik sem þjálfari Manchester United, en liðið vann í nótt stórsigur á LA Galaxy í Chevrolet bikarnum með sjö mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram á Rose Bowl vellinum í Kaliforníu.

Van Gaal stillti upp í leikkerfið 3-5-2 sem hann lét Holland spila á HM í Brasilíu fyrr í sumar og það gaf góða raun.

Danny Welbeck skoraði fyrsta markið á 13. mínútu og Wayne Rooney bætti tveimur mörkum við áður en fyrri hálfleikurinn var allur.

Van Gaal gerði níu breytingar á liði United í hálfleik og tveir af varamönnunum sáu um um að skora mörkin fjögur í seinni hálfleik.

Hinn tvítugi Reece James skoraði á 62. og 84. mínútu og Ashley Young bætti sjötta og sjöunda markinu við undir lokin.

Niðurstaðan 7-0 sigur Manchester United sem mætir Roma í Denver á laugardaginn í næsta leik sínum í æfingaferðinni í Bandaríkjunum.

Byrjunarlið United í fyrri hálfleik var þannig skipað:

Markvörður: David De Gea

Miðverðir: Chris Smalling, Phil Jones, Jonny Evans

Hægri vængbakvörður: Antonio Valencia

Vinstri vængbakvörður: Luke Shaw

Miðjumenn: Darren Fletcher, Ander Herrera, Juan Mata

Framherjar: Danny Welbeck, Wayne Rooney

Lið United í seinni hálfleik var þannig skipað:

Markvörður: Anders Lindegaard

Miðverðir: Michael Keane, Darren Fletcher, Tyler Blackett

Hægri vængbakvörður: Rafael

Vinstri vængbakvörður: Reece James

Miðjumenn: Ander Herrera, Tom Cleverley, Shinji Kagawa

Framherjar: Ashley Young, Nani

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Van Gaal ósáttur með skipulag undirbúningstímabilsins

Van Gaal er ósáttur við hversu mikið liðið neyðist til þess að ferðast í Bandaríkjunum en liðið spilar gegn LA Galaxy í Pasedana áður en liðið leikur leiki í Denver, Washington og Detroit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×