Innlent

„Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“

Samúel Karl Ólason skrifar
Þarna var áður aflíðandi bakki út í vatnið. Degi áður hafði fólk baðað sig þar.
Þarna var áður aflíðandi bakki út í vatnið. Degi áður hafði fólk baðað sig þar. Mynd/Axel
„Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir. Sem dæmi var bakki þarna sem rann aflíðandi út í vatnið, eins og strönd, og þar hafði fólk verið að baða sig deginum áður. Þar var núna fimm til sex metra hár hamraveggur, því hafði öllu skolað í burtu,“ segir Axel Aage Schiöth í samtali við Vísi.

Axel fór í dagsferð í Öskju í gær, úr Reykjahlíð í Mývatnssveit. Hann segir marga hafa verið á ferðinni og hafi fólk verið í samfloti.

„Þetta var svolítil strolla af fólki sem gekk yfir ísinn.“

„Þegar fólk koma að Víti og Ösku misstu þeir sem höfðu verið þarna áður kjálkan í jörðina. Þau höfðu nú skilið við þetta öðruvísi deginum áður. Einn landvörður í fræðslugöngu hætti í miðri sögu og spurði: Hvað gekk eiginlega á hér? Menn þurftu aðeins að átta sig að þetta var ekki alveg eins og það átti að vera,“ segir Axel.

Hann segir að þegar hann hafi staðið við yfirborðið á Öskjuvatni hafi hann giskað á að það væru um 30 metrar að barminum á Víti.

„Þar hefur vatnið gengið yfir. Ég hugsaði þegar ég stóð þarna hvort flóðbylgjan gæti hafa verið 30 metra há. Það er erfitt að ímynda sér þetta.“

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að talið sé að um 24 milljónir rúmmetra af jarðvegi hafi fallið í vatnið. Þá hafi yfirborð þess hækkað um tvo metra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×