Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 23. júlí 2014 14:15 Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig. Forseti Ísraels harmar að alþjóðleg flugfélög hafa hætt flugi til Tel Aviv eftir að nokkrar eldflaugar hamasliða sprungu í nágrenni flugvallar borgarinnar. Yfir sex hundruð Palestínumenn og um 30 Ísraelsmenn hafa fallið í átökum síðasta hálfa mánuðinn og hvetur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til tafarlauss vopnahlés. Þrátt fyrir stöðugar áskoranir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þjóðarleiðtoga víða um heim um að Ísraelsmenn og hamasliðar láti af átökum sínum á Gaza, er langt í frá að vopnahlé sé í sjónmáli. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna funduðu með fulltrúum stríðandi fylkinga í Kairó í gær án nokkurs árangurs. Ban Ki-Moon kom til Ísraels í morgun og átti fund með Simon Peres forseta landsins. Hann segir að ef hamasliðum takist með flugskeytaárásum sínum að hræða alþjóðleg flugfélög frá því að fljúga til Tel Aviv, herði það Hamas í árásum þeirra. Peres harmaði að flugfélög hefðu aflýst flugi til Tel Aviv. Svarið við þeirri hættu sem stafaði að flugi væri ekki að aflýsa fluginu, heldur koma í veg fyrir flugskeytaárásirnar. Yfir sex hundruð manns, þar af um einn þriðju börn, hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza frá því yfirstandandi átök hófust fyrir um hálfum mánuði og fjögur þúsund manns hafa særst. Þá hafa 29 ísraelskir hermenn og einn óbreyttur borgari í Ísrael fallið. Ban Ki-Moon sagði á fréttamannafundi með Peres í morgun að hann skildi ótta Ísraelsmanna við flugskeyti Hamas og Ísrael hefði rétt á að verja sig. En það væri líka mikil örvænting og sársauki meðal Palestínumanna vegna mikils mannfalls, aðallega á meðal óbreyttra borgara, og fjölda særðra sem skipti þúsundum. Ban Ki-Moon sagði að hann sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gæti ekki og ætlaði ekki að standa þögull hjá á meðan þessi harmleikur ætti sér stað. Hann syrgði með fjölskyldum Palestínumanna á Gaza. Ofbeldinu yrði að linna og viðræður stríðandi fylkinga þyrftu að hefjast þegar í stað. Post by The Prime Minister of Israel. Gasa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Forseti Ísraels harmar að alþjóðleg flugfélög hafa hætt flugi til Tel Aviv eftir að nokkrar eldflaugar hamasliða sprungu í nágrenni flugvallar borgarinnar. Yfir sex hundruð Palestínumenn og um 30 Ísraelsmenn hafa fallið í átökum síðasta hálfa mánuðinn og hvetur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til tafarlauss vopnahlés. Þrátt fyrir stöðugar áskoranir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þjóðarleiðtoga víða um heim um að Ísraelsmenn og hamasliðar láti af átökum sínum á Gaza, er langt í frá að vopnahlé sé í sjónmáli. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna funduðu með fulltrúum stríðandi fylkinga í Kairó í gær án nokkurs árangurs. Ban Ki-Moon kom til Ísraels í morgun og átti fund með Simon Peres forseta landsins. Hann segir að ef hamasliðum takist með flugskeytaárásum sínum að hræða alþjóðleg flugfélög frá því að fljúga til Tel Aviv, herði það Hamas í árásum þeirra. Peres harmaði að flugfélög hefðu aflýst flugi til Tel Aviv. Svarið við þeirri hættu sem stafaði að flugi væri ekki að aflýsa fluginu, heldur koma í veg fyrir flugskeytaárásirnar. Yfir sex hundruð manns, þar af um einn þriðju börn, hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza frá því yfirstandandi átök hófust fyrir um hálfum mánuði og fjögur þúsund manns hafa særst. Þá hafa 29 ísraelskir hermenn og einn óbreyttur borgari í Ísrael fallið. Ban Ki-Moon sagði á fréttamannafundi með Peres í morgun að hann skildi ótta Ísraelsmanna við flugskeyti Hamas og Ísrael hefði rétt á að verja sig. En það væri líka mikil örvænting og sársauki meðal Palestínumanna vegna mikils mannfalls, aðallega á meðal óbreyttra borgara, og fjölda særðra sem skipti þúsundum. Ban Ki-Moon sagði að hann sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gæti ekki og ætlaði ekki að standa þögull hjá á meðan þessi harmleikur ætti sér stað. Hann syrgði með fjölskyldum Palestínumanna á Gaza. Ofbeldinu yrði að linna og viðræður stríðandi fylkinga þyrftu að hefjast þegar í stað. Post by The Prime Minister of Israel.
Gasa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira