Hamingjan fólgin í Noregi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2014 14:12 Gunnar Smári leggur meðal annars til að forsetaembættið verði lagt niður, fylkisstjóri verði við völd hér á landi og íslenski fáninn verði að fylkisfána. Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira