Til að mynda hafa ísraelskir ráðamenn ráðið til sín 400 námsmenn í sjálfboðavinnu til að greina frá „hlið Ísraels“ og hafast þeir við í tölvuveri í háskóla norðan af Tel Aviv. Verkefnið ber yfiskriftina „Ísrael undir árás“ og hefur þátttakendunum meðal annars tekið að loka fyrir síðu á Facebook sem var óhliðholl málstaði þeirra.
Sjálfboðaliðarnar vinna meðal annars við það að þýða skilaboð úr hebresku yfir á fjölþjóðlegri tungumál og hanna skýringarmyndir sem auðvelt er að dreifa á samfélagsmiðlum. Þá hefur skrifstofa Benjamín Netanyahu einnig greitt fyrir aukna dreifingu á skilaboðum hennar á Twitter.
Eina þeirra má sjá hér að neðan en ísraelski herinn deildi henni á Twitter-síðu sinni í dag. Þar er búið að teikna inn loftskeyti á mynd af Big Ben-klukkuturninum í Lundúnum og með myndinni segir að hryðjuverkamenn í Hamas hafi ráðist á mið- og suður Ísrael.
„Hvað myndirðu gera ef ráðist væri á heimili þitt?“ spyr stjórnarherinn.
Stjórnvöld í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafa lengi vanmetið áhrifin sem samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter geta haft á almenningsálitið og sást það meðal annars bersýnilega í Arabíska vorinu
Hamas terrorists just fired rockets at southern and central Israel. What if they were attacking your home? pic.twitter.com/rFlDV1ZXAL
— IDF (@IDFSpokesperson) July 21, 2014
Materials meant for civilians enter Gaza every week. Hamas uses them to build tunnels for its terror attacks. pic.twitter.com/h2STSf6vbf
— IDF (@IDFSpokesperson) July 21, 2014
While Hamas continues its attacks, tons of goods are reaching Palestinians in Gaza from Israel. pic.twitter.com/wt0cVeQ8F8
— IDF (@IDFSpokesperson) July 21, 2014
Since starting our operation in Gaza, we held our fire 3 times. Hamas never stopped shooting rockets. RETWEET. pic.twitter.com/0TpUqnlgmX
— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2014