Fylkir er komið upp í annað sæti Pepsi-deildar kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á ÍA í uppgjöri nýliðanna í 10. umferð deildarinnar í kvöld.
Lucy Gildein skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu leiksins en þetta var annar 1-0 sigur Fylkiskvenna í röð.
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir lék þarna sinn annan leik með liðinu og hefur hún haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum.
Fylkir hefur eins stigs forskot á Breiðablik en Blikakonur eiga leiki inni á morgun á móti toppliði Stjörnunnar.
Fylkir sem er í nýliði í deildinni hefur náð í 20 stig í fyrstu tíu leikjum sínum og haldið marki sínu hreinu í átta af þessum tíu leikjum.
Fyrr í dag vann Selfoss 3-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum þar sem Erna Guðjónsdóttir skoraði tvö mörk og Celeste Boureille eitt. Erna endaði síðan leikinn á því að fá rauða spjaldið. Selfossliðið er í 4. sæti með jafnmörg stig og Breiðablik.
