Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Aston Villa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Keane, nýráðinn aðstoðarþjálfari Aston Villa.
Roy Keane, nýráðinn aðstoðarþjálfari Aston Villa. Vísir/Getty
Aston Villa, sem endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, hefur fengið til sín þrjá leikmenn sem búa allir yfir mikilli reynslu úr úrvalsdeildinni.

Þetta eru þeir Philippe Senderos, Joe Cole og Kieran Richardson, en þeir tveir fyrstnefndu komu til Villa á frjálsri sölu.

Stærstu fréttirnar úr herbúðum Villa í sumar eru þó kannski þær að Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var ráðinn sem aðstoðarþjálfari liðsins, við hlið Pauls Lambert.

 

Framtíð Aston Villa er annars í lausu lofti. Bandaríkjamaðurinn Randy Lerner, sem keypti Villa árið 2006, setti félagið á sölu í maí, en enn sem komið er hefur enginn kaupandi fundist.

Síðustu ár hefur Lerner lagt æ minna fé til leikmannakaupa, en Martin O'Neill, sem stýrði Villa til sjötta sætis í úrvalsdeildinni þrjú tímabil í röð, gekk frá borði árið 2010 af þeim sökum.

Síðan þá hefur gengið farið versnandi og liðið hefur verið í fallbaráttu síðustu tímabil. Og ef nýr eigandi finnst ekki, er hætt við að sú verði raunin aftur á næsta tímabili.

Komnir:

Philippe Senderos frá Valencia

Joe Cole frá West Ham United

Kieran Richardson frá Fulham

Farnir:

Jordan Bowery til Rotherham

Yacouba Sylla til Erciyesspor (á láni)

Niclas Helenius til Aalborg (á láni)

Marc Albrighton til Leicester

Nathan Delfouneso samningslaus


Tengdar fréttir

Joe Cole til Aston Villa

Fyrrum enski landsliðsmaður Joe Cole samdi við Aston Villa til tveggja ára í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×