Enski boltinn

Gerrard: Rodgers talað um nýjan samning en ekkert gerst

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Gerrard vill halda áfram að spila fyrir uppeldisfélagið.
Steven Gerrard vill halda áfram að spila fyrir uppeldisfélagið. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, á enn eftir að fá nýjan samning hjá félaginu eins og knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers talaði ítrekað um undir lok síðustu leiktíðar.

Gerrard hefur leikið allan sinn feril með Liverpool og er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu. Hann á nú eitt ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool, en Gerrard vill halda áfram að spila með uppeldisfélaginu.

„Brendan hefur minnst á nýjan samning nokkrum sinnum í fjölmiðlum, en það hafa engar viðræður farið fram. Ég er ekkert að reyna að skapa vandræði. Þetta snýst ekkert um það. Ég er viss um að við munum ræða saman í nánastu framtíð, en hvað gerist verður að koma í ljós,“ segir Gerrard.

„Ég vonast til að vera hér lengur en í eitt ár til viðbótar, en núna einbeiti ég mér bara að næstu leiktíð. Ég trúi að við getum tekið þátt í titilbaráttunni,“ segir Steven Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×