Bridgestone Invitational hefst í dag 31. júlí 2014 09:31 Pressan verður á Woods um helgina. AP/Getty Bridgestone Invitational hefst í dag en mótið er hluti af heimsmótaröðinni í golfi ásamt því að vera eitt stærsta mót ársins á PGA-mótaröðinni. Allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods hefur titil að verja eftir að hafa sigrað mótið með glæsibrag í fyrra. Hann hefur unnið mótið alls átta sinnum á ferlinum og því gæti það ekki komið á betri tíma fyrir Woods sem reynir nú að koma sér í form fyrir Ryderbikarinn í haust. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið mótið svona oft þá finn ég samt ekki fyrir aukinni pressu um helgina,“ sagði Woods við fréttamenn í gær. „Ég hef bara mikla reynslu héðan af alls konar aðstæðum og ég mun nýta mér hana ásamt þeim góðu minningum sem ég hef af vellinum. Ég er viss um að það á eftir að hjálpa mér mikið um helgina.“ Woods leikur með Þjóðverjanum Martin Kaymer á fyrsta hring á Firestone vellinum en besti kylfingur heims, Adam Scott, spilar með Masters meistaranum Bubba Watson. Þá verða augu margra eflaust á Rory McIlroy eftir frækinn sigur á Opna breska en hann spilar með Bandaríkjamanninum Matt Kuchar í dag. Bridgestone Invitational verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:30 í kvöld. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bridgestone Invitational hefst í dag en mótið er hluti af heimsmótaröðinni í golfi ásamt því að vera eitt stærsta mót ársins á PGA-mótaröðinni. Allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods hefur titil að verja eftir að hafa sigrað mótið með glæsibrag í fyrra. Hann hefur unnið mótið alls átta sinnum á ferlinum og því gæti það ekki komið á betri tíma fyrir Woods sem reynir nú að koma sér í form fyrir Ryderbikarinn í haust. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið mótið svona oft þá finn ég samt ekki fyrir aukinni pressu um helgina,“ sagði Woods við fréttamenn í gær. „Ég hef bara mikla reynslu héðan af alls konar aðstæðum og ég mun nýta mér hana ásamt þeim góðu minningum sem ég hef af vellinum. Ég er viss um að það á eftir að hjálpa mér mikið um helgina.“ Woods leikur með Þjóðverjanum Martin Kaymer á fyrsta hring á Firestone vellinum en besti kylfingur heims, Adam Scott, spilar með Masters meistaranum Bubba Watson. Þá verða augu margra eflaust á Rory McIlroy eftir frækinn sigur á Opna breska en hann spilar með Bandaríkjamanninum Matt Kuchar í dag. Bridgestone Invitational verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:30 í kvöld.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira