Sport

ÍR tók þrennuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta spilaði stóra rullu í liði ÍR um helgina.
Aníta spilaði stóra rullu í liði ÍR um helgina. Vísir/Vilhelm
49. bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands var haldinn um helgina. ÍR-ingar urðu þrefaldir meistarar, en þeir unnu karla og kvenna sem og heildarkeppnina.

Fyrir seinni daginn í dag voru ÍR-ingar í bílstjórasætinu í heildarkeppninni, en þeir voru með 6,5 stiga forystu á FH sem var í öðru sæti. Þeir héldu henni út daginn í dag og unnu með 27 stiga mun.

Þeir unnu karla- og kvennamegin nokkuð örugglega. Í karlakeppninni enduðu þeir með 99,5 stig, en FH kom næst með 77. Kvennamegin voru sömu tvö lið efst, en þar var ÍR með 92,5 stig og FH 72.

Þær Dóróthea Jóhannesdóttir, Kristín Birna Ólafsdóttir, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Aníta Hinriksdóttir, úr ÍR, settu Íslandsmet í 1000 metra boðhlaupi, en þær hlupu á 2:09,78 og bættu þar með metið um fjórar sekúndur. ÍR átti það met einnig, en það met var sett árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×