Obama íhugar beitingu loftárása gegn íslamistum í Írak Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2014 23:17 Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði "mannúðlegt stórslys“ vera í uppsiglingu í Írak. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar nú beitingu loftárása til að stemma stigu við sókn íslamistasamtakanna IS í Írak. Samtökin gengu áður undir nefninu ISIS. Samtökin hafa náð tökum á fjölda borga í norðurhluta Íraks og Sýrlandi og lýst yfir stofnun sérstaks íslamsks ríkis. Á vef sænska ríkissjónvarpsins segir að komi til þátttöku Bandaríkjahers, sé líklegt að sú þátttaka muni ekki einungis snúast um að ráðast á hernaðarlega mikilvæg skotmörk, heldur einnig að koma nauðþurftum til fólks sem hefur þurft að flýja til Sinjar-fjalla í norðurhluta Íraks vegna framgöngu IS-liða. Þetta er haft eftir heimildarmönnum New York Times. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fyrr í kvöld árásir IS-liða á trúarlega minnihlutahópa í Írak, en boðað var til neyðarfundar vegna ástandsins í Írak fyrr í dag. Höfðu þá borist fréttir af því að IS-liðar höfðu náð tökum á bænum Qaraqosh þar sem fjöldi kristinna hafast við og ítök eru meiri en víðast hvar annars staðar í landinu. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur boðist til að veita þeim öflum sem berjast gegn IS í Írak liðsinni Frakka. Komu skilaboðin í kjölfar samtals Hollande og Massoud Barzani, forseta heimastjórnar Kúrda í norðurhluta Íraks. Liðsmenn IS hafa sótt mikið fram að undanförnu, fyrst og fremst í norðvesturhluta Íraks þar sem þeir hafa náð Mosul, næststærstu borg landsins, á sitt vald. Stjórn IS-samtakanna byggir á mjög íhaldssamri túlkun á íslam sem hefur nú leitt til þess að 200 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga. Obama hefur áður útilokað að senda bandaríska hermenn til Íraks og að sögn Josh Earnes, talsmanns Obama, þá heldur forsetinn fast í þá skoðun. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar nú beitingu loftárása til að stemma stigu við sókn íslamistasamtakanna IS í Írak. Samtökin gengu áður undir nefninu ISIS. Samtökin hafa náð tökum á fjölda borga í norðurhluta Íraks og Sýrlandi og lýst yfir stofnun sérstaks íslamsks ríkis. Á vef sænska ríkissjónvarpsins segir að komi til þátttöku Bandaríkjahers, sé líklegt að sú þátttaka muni ekki einungis snúast um að ráðast á hernaðarlega mikilvæg skotmörk, heldur einnig að koma nauðþurftum til fólks sem hefur þurft að flýja til Sinjar-fjalla í norðurhluta Íraks vegna framgöngu IS-liða. Þetta er haft eftir heimildarmönnum New York Times. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fyrr í kvöld árásir IS-liða á trúarlega minnihlutahópa í Írak, en boðað var til neyðarfundar vegna ástandsins í Írak fyrr í dag. Höfðu þá borist fréttir af því að IS-liðar höfðu náð tökum á bænum Qaraqosh þar sem fjöldi kristinna hafast við og ítök eru meiri en víðast hvar annars staðar í landinu. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur boðist til að veita þeim öflum sem berjast gegn IS í Írak liðsinni Frakka. Komu skilaboðin í kjölfar samtals Hollande og Massoud Barzani, forseta heimastjórnar Kúrda í norðurhluta Íraks. Liðsmenn IS hafa sótt mikið fram að undanförnu, fyrst og fremst í norðvesturhluta Íraks þar sem þeir hafa náð Mosul, næststærstu borg landsins, á sitt vald. Stjórn IS-samtakanna byggir á mjög íhaldssamri túlkun á íslam sem hefur nú leitt til þess að 200 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga. Obama hefur áður útilokað að senda bandaríska hermenn til Íraks og að sögn Josh Earnes, talsmanns Obama, þá heldur forsetinn fast í þá skoðun.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira