Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handbolta, er genginn í raðir nýliða Stjörnunnar í Olís-deildinni, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Garðabæjarfélagið.
Þórir, sem er fastamaður í íslenska landsliðinu, verður spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, en hann kemur til með að aðstoða nýráðinn þjálfara liðsins, SkúlaGunnsteinsson.
Landsliðsmaðurinn kemur til Garðbæinga frá Kielce í Póllandi þar sem hann hefur orðið meistari þrjú ár í röð og leikið á meðal þeirra bestu í Meistaradeildinni.
Stjörnumenn hafa fengið frekari liðsstyrk en línumaðurinn GunnarHarðarson, sem síðast spilaði með Val fyrir tveimur árum, er genginn í raðir liðsins.
Þá hefur Stjarnan áður samið við markvörðinn Björn Inga Friðþjófsson og skyttuna Eyþór Magnússon, en báðir koma frá HK.
„Við erum með ungan og mjög efnilegan hóp leikmanna þar sem flestir hafa spilað með yngri landsliðum Íslands og eiga framtíðina fyrir sér. Við stefnum hátt og markmið okkar er að þessi leikmannahópur og félagið skipi sér í hóp þeirra bestu á næstu árum. Nýju leikmennirnir munu hjálpa okkur mikið á þessari vegferð,“ segir Skúli Gunnsteinsson þjálfari Mfl. karla hjá Stjörnunni.
Þórir Ólafsson til Stjörnunnar
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Fótbolti