Fimm fá sparkið frá Van Gaal Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. ágúst 2014 17:00 Louis van Gaal þarf að fara að taka ákvarðanir um leikmannamál. vísir/getty Manchester United kom heim í dag eftir vel heppnaða æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið vann International Champions Cup-æfingamótið og rakaði inn seðlum í leiðinni. Nú taka við áhugaverðar tvær vikur fram að fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni og enn fremur áhugaverðar þrjár vikur þar til félagaskiptaglugganum verður lokað.Louis van Gaal, knattspyrnustjóri félagsins, er sagður í breskum blöðum í dag ætla að losa sig við fimm leikmenn á næstu dögum til að rýma fyrir nýjum spilurum. Þetta eru þeir Nani, ShinjiKagawa, Wilfried Zaha, Marouane Fellaini og Anderson, en þeir tveir síðastnefndu voru ekki með United í Bandaríkjunum. Þá er talið að JavierHernández verði ekki áfram hjá félaginu, en spænska liðið Atlético Madríd er spennt fyrir því að fá framherjann í sínar raðir.Takk fyrir þitt framlag.vísir/gettyZaha verður mögulega lánaður á ný, en Fellaini, Kagawa og Anderson sem kostuðu samtals um 60 milljónir punda eru ekki í framtíðarplönum nýja knattspyrnustjórans. „Ég mun leyfa öllum að spila í ferðinni og síðan úrskurða um hverjir verða áfram eftir hana. Ég mun segja þeim leikmönnum sem ekki verða áfram frá því eftir ferðina,“ sagði Van Gaal í Bandaríkjunum. Van Gaal er sagður átta sig á því að hann fær ekki toppverð fyrir þessa leikmenn, en hann vill ólmur losa sig fljótt við þá spilara sem hann ætlar ekki að nota til að fá aukið fé til leikmannakaupa. Ógrynni leikmanna hafa verið orðaðir við United í sumar, en enginn oftar en ArturoVidal, leikmaður Juventus. Það er ekki nauðsyn fyrir Van Gaal að selja leikmennina fimm til að kaupa nýja. Félagið er vel statt fjárhagslega, en ofan á nýjan 100 milljóna punda samning við Adidas græddi félagið átta milljónir punda á æfingaferðinni til Bandaríkjanna. Það fékk 600 þúsund pund fyrir að vinna ICC-æfingamótið og græddi vel á miðasölu á leiknum gegn LA Galaxy sem 80.000 manns sáu í Rósarskálinni í Los Angeles.Endist Fellaini bara eitt ár?vísir/getty Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu dýrustu leikmenn sumarsins kostuðu 74 milljarða Southampton, Chelsea og Barcelona seldu tvo sem komast á topp tíu, en Manchester United og Chelsea keyptu tvo hvort lið. 5. ágúst 2014 12:30 Flugvél með leikmönnum United þurfti að hætta við lendingu vegna hryðjuverkaógnar Annarri vél fylgt síðasta spölin til Manchester í fylgd herþotu. 5. ágúst 2014 14:20 United vaknaði til lífsins í seinni hálfleik | Sjáðu mörkin Manchester United sigraði Liverpool með þremur mörkum gegn einu í úrslitaleik Champions Cup í nótt. 5. ágúst 2014 07:27 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Manchester United kom heim í dag eftir vel heppnaða æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið vann International Champions Cup-æfingamótið og rakaði inn seðlum í leiðinni. Nú taka við áhugaverðar tvær vikur fram að fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni og enn fremur áhugaverðar þrjár vikur þar til félagaskiptaglugganum verður lokað.Louis van Gaal, knattspyrnustjóri félagsins, er sagður í breskum blöðum í dag ætla að losa sig við fimm leikmenn á næstu dögum til að rýma fyrir nýjum spilurum. Þetta eru þeir Nani, ShinjiKagawa, Wilfried Zaha, Marouane Fellaini og Anderson, en þeir tveir síðastnefndu voru ekki með United í Bandaríkjunum. Þá er talið að JavierHernández verði ekki áfram hjá félaginu, en spænska liðið Atlético Madríd er spennt fyrir því að fá framherjann í sínar raðir.Takk fyrir þitt framlag.vísir/gettyZaha verður mögulega lánaður á ný, en Fellaini, Kagawa og Anderson sem kostuðu samtals um 60 milljónir punda eru ekki í framtíðarplönum nýja knattspyrnustjórans. „Ég mun leyfa öllum að spila í ferðinni og síðan úrskurða um hverjir verða áfram eftir hana. Ég mun segja þeim leikmönnum sem ekki verða áfram frá því eftir ferðina,“ sagði Van Gaal í Bandaríkjunum. Van Gaal er sagður átta sig á því að hann fær ekki toppverð fyrir þessa leikmenn, en hann vill ólmur losa sig fljótt við þá spilara sem hann ætlar ekki að nota til að fá aukið fé til leikmannakaupa. Ógrynni leikmanna hafa verið orðaðir við United í sumar, en enginn oftar en ArturoVidal, leikmaður Juventus. Það er ekki nauðsyn fyrir Van Gaal að selja leikmennina fimm til að kaupa nýja. Félagið er vel statt fjárhagslega, en ofan á nýjan 100 milljóna punda samning við Adidas græddi félagið átta milljónir punda á æfingaferðinni til Bandaríkjanna. Það fékk 600 þúsund pund fyrir að vinna ICC-æfingamótið og græddi vel á miðasölu á leiknum gegn LA Galaxy sem 80.000 manns sáu í Rósarskálinni í Los Angeles.Endist Fellaini bara eitt ár?vísir/getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu dýrustu leikmenn sumarsins kostuðu 74 milljarða Southampton, Chelsea og Barcelona seldu tvo sem komast á topp tíu, en Manchester United og Chelsea keyptu tvo hvort lið. 5. ágúst 2014 12:30 Flugvél með leikmönnum United þurfti að hætta við lendingu vegna hryðjuverkaógnar Annarri vél fylgt síðasta spölin til Manchester í fylgd herþotu. 5. ágúst 2014 14:20 United vaknaði til lífsins í seinni hálfleik | Sjáðu mörkin Manchester United sigraði Liverpool með þremur mörkum gegn einu í úrslitaleik Champions Cup í nótt. 5. ágúst 2014 07:27 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Tíu dýrustu leikmenn sumarsins kostuðu 74 milljarða Southampton, Chelsea og Barcelona seldu tvo sem komast á topp tíu, en Manchester United og Chelsea keyptu tvo hvort lið. 5. ágúst 2014 12:30
Flugvél með leikmönnum United þurfti að hætta við lendingu vegna hryðjuverkaógnar Annarri vél fylgt síðasta spölin til Manchester í fylgd herþotu. 5. ágúst 2014 14:20
United vaknaði til lífsins í seinni hálfleik | Sjáðu mörkin Manchester United sigraði Liverpool með þremur mörkum gegn einu í úrslitaleik Champions Cup í nótt. 5. ágúst 2014 07:27