Ófaglegt og geðþóttamiðað ráðningarferli ekki lausnin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2014 14:30 Geir Haarde og Árni Þór Sigurðsson. Vísir/Anton Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi.Í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag segir hún fullyrðingu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, þess efnis að „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“ ekki standast skoðun. Tilkynnt var í síðustu viku að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði skipað þá Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra frá og með næstu áramótum. Ekki hefur fengist staðfest hvar þeim sé ætlað að taka við starfi þótt hugmyndir séu um líklega áfangastaði. Um fyrstu pólitísku skipanir í embætti er að ræða frá árinu 2008. Þeir níu sendiherrar sem skipaðir voru í ráðherratíð Össurar komu úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Stöðurnar voru aldrei auglýstar. Ásta bendir á að sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljist til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði.Ásta Bjarnadóttir„Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954,“ segir í pistli Ástu. Ásta bendir á að fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli sé að gera vandaða starfsgreiningu. Setur Ásta fram drög að slíkri greiningu. Hún segir alls ekki svo að skilja að hún treysti ekki nýráðnum ráðherrum fyrir starfinu, öðru nær. „Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast.“ Hún segir því fara fjarri „að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli.“ Tengdar fréttir Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52 Starfsgreining sendiherra Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði 5. ágúst 2014 07:00 Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni. 1. ágúst 2014 19:47 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi.Í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag segir hún fullyrðingu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, þess efnis að „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“ ekki standast skoðun. Tilkynnt var í síðustu viku að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði skipað þá Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra frá og með næstu áramótum. Ekki hefur fengist staðfest hvar þeim sé ætlað að taka við starfi þótt hugmyndir séu um líklega áfangastaði. Um fyrstu pólitísku skipanir í embætti er að ræða frá árinu 2008. Þeir níu sendiherrar sem skipaðir voru í ráðherratíð Össurar komu úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Stöðurnar voru aldrei auglýstar. Ásta bendir á að sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljist til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði.Ásta Bjarnadóttir„Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954,“ segir í pistli Ástu. Ásta bendir á að fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli sé að gera vandaða starfsgreiningu. Setur Ásta fram drög að slíkri greiningu. Hún segir alls ekki svo að skilja að hún treysti ekki nýráðnum ráðherrum fyrir starfinu, öðru nær. „Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast.“ Hún segir því fara fjarri „að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli.“
Tengdar fréttir Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52 Starfsgreining sendiherra Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði 5. ágúst 2014 07:00 Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni. 1. ágúst 2014 19:47 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52
Starfsgreining sendiherra Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði 5. ágúst 2014 07:00
Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39
„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni. 1. ágúst 2014 19:47
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08