Ökklabrotnaði í gúmmítúttum í Eyjum: „Ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 10:40 Elísabet Karen Magnúsdóttir meiddist illa í Eyjum. Mynd/einkasafn Elísabet Karen Magnúsdóttir vonast til þess að reynsla hennar verði til þess að aðrir fari ekki í gúmmítúttum á Þjóðhátíð í Eyjum. Elísabet var gestur á Þjóðhátíð, sem fór fram um helgina, en kom heim talsvert fyrr en hún átti að koma heim, því að hún rann til brekkunni í Herjólfsdal og ökklabrotnaði. „Já, ég var að ganga þarna um á laugardagskvöldinu og það var auðvitað frekar hált þarna, því brekkan var blaut. Síðan rann ég svoleiðis og datt á hausinn. Þegar ég rann tókst mér að snúa einhvernveginn upp á ökklann og fann strax sársauka," rifjar Elísabet upp og heldur áfram:Hér má sjá umbúðirnar sem Elísabet er í.Mynd/einkasafn„Ég gat bara ekki með nokkru móti staðið upp. Þannig að ég þurfti að ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni." Sjúkraflutningamenn komu og sóttu Elísabetu og fóru með hana í sjúkratjaldið sem var þarna skammt frá. „Þar var reynt að meta á mér fótinn og var grunur um að ég væri ökklabrotin. Ég þurfti að fara heim á sunnudeginum og þá kom í ljós að ég var ökklabrotin og með slitin liðbönd," útskýrir Elísabet. Hún þurfti að gangast undir aðgerð á sunnudeginum og liggur enn á Landspítalanum. „Ég þurfti að fá plötur í ökklann. Ég vonast til að komast heim sem fyrst, en það gæti verið að það verði ekki fyrr en á morgun. Þetta er auðvitað alveg hrikalegt. Ég verð frá í sex vikur," segir hún. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Elísabet með umbúðir langt upp fótlegginn Þrátt fyrir áfallið segist Elísabet hafa skemmt sér rosalega vel á Þjóðhátíð. „Þetta var ógeðslega gaman. Ég sé alls ekki eftir ferðinni."Hefur þú í hyggju að fara aftur á Þjóðhátíð? „Já, algjörlega. Ég skelli mér bara strax á næsta ári," svarar hún með gleðitón í röddinni. En Elísabet vonast samt til þess að aðrir læri af hennar reynslu. „Ég vil bara koma í veg fyrir að fólk verði í gúmmítúttum í brekkunni. Ef ég hefði verið í gönguskóm hefði ég líklega ekki runnið. Stuðningurinn við ökklann er náttúrulega enginn í gúmmítúttum. Eins ég segi; ég vona að fólk fari bara ekkert í gúmmitúttum í brekkuna." Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Elísabet Karen Magnúsdóttir vonast til þess að reynsla hennar verði til þess að aðrir fari ekki í gúmmítúttum á Þjóðhátíð í Eyjum. Elísabet var gestur á Þjóðhátíð, sem fór fram um helgina, en kom heim talsvert fyrr en hún átti að koma heim, því að hún rann til brekkunni í Herjólfsdal og ökklabrotnaði. „Já, ég var að ganga þarna um á laugardagskvöldinu og það var auðvitað frekar hált þarna, því brekkan var blaut. Síðan rann ég svoleiðis og datt á hausinn. Þegar ég rann tókst mér að snúa einhvernveginn upp á ökklann og fann strax sársauka," rifjar Elísabet upp og heldur áfram:Hér má sjá umbúðirnar sem Elísabet er í.Mynd/einkasafn„Ég gat bara ekki með nokkru móti staðið upp. Þannig að ég þurfti að ég þurfti að hringja í 112 í brekkunni." Sjúkraflutningamenn komu og sóttu Elísabetu og fóru með hana í sjúkratjaldið sem var þarna skammt frá. „Þar var reynt að meta á mér fótinn og var grunur um að ég væri ökklabrotin. Ég þurfti að fara heim á sunnudeginum og þá kom í ljós að ég var ökklabrotin og með slitin liðbönd," útskýrir Elísabet. Hún þurfti að gangast undir aðgerð á sunnudeginum og liggur enn á Landspítalanum. „Ég þurfti að fá plötur í ökklann. Ég vonast til að komast heim sem fyrst, en það gæti verið að það verði ekki fyrr en á morgun. Þetta er auðvitað alveg hrikalegt. Ég verð frá í sex vikur," segir hún. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Elísabet með umbúðir langt upp fótlegginn Þrátt fyrir áfallið segist Elísabet hafa skemmt sér rosalega vel á Þjóðhátíð. „Þetta var ógeðslega gaman. Ég sé alls ekki eftir ferðinni."Hefur þú í hyggju að fara aftur á Þjóðhátíð? „Já, algjörlega. Ég skelli mér bara strax á næsta ári," svarar hún með gleðitón í röddinni. En Elísabet vonast samt til þess að aðrir læri af hennar reynslu. „Ég vil bara koma í veg fyrir að fólk verði í gúmmítúttum í brekkunni. Ef ég hefði verið í gönguskóm hefði ég líklega ekki runnið. Stuðningurinn við ökklann er náttúrulega enginn í gúmmítúttum. Eins ég segi; ég vona að fólk fari bara ekkert í gúmmitúttum í brekkuna."
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira