Erlent

Einungis kaldar sturtur í Kænugarði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Íbúar í Kænugarði í Úkraínu þurfa nú að búa sig undir ansi kaldar sturtuferðir langt fram á haust eftir ákvörðun yfirvalda þarlendis að skrúfa fyrir heitt neysluvatn.  Skrúfað var fyrir vatnið í dag og að sögn Vitali Klitschko, borgarstjóra í Kænugarði, verður ekki opnað fyrir vatnið aftur fyrr en í fyrsta lagi í október.

Þetta er gert til þess að spara gas sem er nú af skornum skammti eftir að rússneski orkurisinn Gazprom skrúfaði fyrir allt gas til Úkraínu eftir að samningar um himinháa gasskuld Úkraínumanna náðust ekki.

Venjan er sú að lokað er fyrir heitt neysluvatn á sumri hverju í nokkrar vikur í senn en óttast er að ástandið verði slæmt þegar veturinn skellur á með tilheyrandi kulda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×