Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. ágúst 2014 22:15 Sigrast Rory á grýlu? vísir/getty Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? Síðasti kylfingurinn til að vinna stórmót á sama tíma og hann er í efsta sæti heimslistans sem heitir ekki Tiger Woods er Fred Couples. Þá vann Couples Masters árið 1992. Frá því að Couples vann Masters eru liðnar 1.150 vikur og vissulega var Tiger á toppi heimslistans í 683 af þessum vikum. Hann var á toppnum í tæplega 60% af þeim 90 stórmótum sem leikin hafa verið síðan Couples klæddist græna jakkanum. En það eru engir aukvissar sem náðu ekki að vinna stórmót á sama tíma og þeir báru titilinn besti kylfingur heims. Nick Faldo, Greg Norman, Nick Price, Ernie Els, David Duval, Vijay Singh, Martin Kaymer, Luke Donald og AdamScott. Margir þeirra unnu stórmót en enginn á meðan þeir voru á toppi heimslistans.Tom Lehman, Lee Westwood og McIlroy sjálfur komust allir á toppinn líka en léku ekki á stórmóti á þeim tíma. Nick Faldo vann sex stórmót og var í efsta sæti heimslistans í 97 vikur. Samt náði hann aldrei að vinna stórmót á meðan hann var á toppi listans. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort McIlroy nái að vinna PGA meistaramótið um næstu helgi. Þetta sýnir fyrst og fremst hve erfitt það er að vinna stórmót í golfi og að Tiger Woods var einstakur kylfingur sama hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann. Golf Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? Síðasti kylfingurinn til að vinna stórmót á sama tíma og hann er í efsta sæti heimslistans sem heitir ekki Tiger Woods er Fred Couples. Þá vann Couples Masters árið 1992. Frá því að Couples vann Masters eru liðnar 1.150 vikur og vissulega var Tiger á toppi heimslistans í 683 af þessum vikum. Hann var á toppnum í tæplega 60% af þeim 90 stórmótum sem leikin hafa verið síðan Couples klæddist græna jakkanum. En það eru engir aukvissar sem náðu ekki að vinna stórmót á sama tíma og þeir báru titilinn besti kylfingur heims. Nick Faldo, Greg Norman, Nick Price, Ernie Els, David Duval, Vijay Singh, Martin Kaymer, Luke Donald og AdamScott. Margir þeirra unnu stórmót en enginn á meðan þeir voru á toppi heimslistans.Tom Lehman, Lee Westwood og McIlroy sjálfur komust allir á toppinn líka en léku ekki á stórmóti á þeim tíma. Nick Faldo vann sex stórmót og var í efsta sæti heimslistans í 97 vikur. Samt náði hann aldrei að vinna stórmót á meðan hann var á toppi listans. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort McIlroy nái að vinna PGA meistaramótið um næstu helgi. Þetta sýnir fyrst og fremst hve erfitt það er að vinna stórmót í golfi og að Tiger Woods var einstakur kylfingur sama hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann.
Golf Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira