110 þúsund áhorfendur á leik United og Real í Ann Arbor á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 18:45 Svona er mætingin á alla leiki Michigan Wolverines. vísir/getty Manchester United og Evrópumeistarar Real Madrid eigast við á morgun í lokaumferð riðlakeppni ICC-æfingamótsins í Bandaríkjunum. Manchester United er á toppi riðilsins og getur komist í úrslitaleikinn, en Real er úr leik eftir töp gegn Inter og Roma í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Leikurinn annað kvöld, sem hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, fer fram á heimavelli háskólaruðningsliðsins Michigan Wolverines í Ann Arbor í Michigan-ríki, en hann er jafnan kallaður „Stóra húsið“. Uppselt er á leikinn, en 109.981 áhorfandi verður á vellinum á morgun. Mest hafa 115.109 manns horft á leik á þessum velli, en það met var sett síðasta haust. Aldrei áður hafa svo margir horft á knattspyrnuleik í Bandaríkjunum, en áhuginn er mikill þar í landi þar sem heimsmeistarakeppninni er nýlokið. Þar komst bandaríska landsliðið upp úr dauðariðlinum og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína. „Þið getið ekki stöðvað knattspyrnuna lengur. Þessi íþrótt er að ryðja sér rúms í Bandaríkjunum á öllum sviðum. Þetta er frábær stund sem við verðum að nýta okkur,“ sagði Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, á HM. Komist Manchester United í úrslitaleikinn sem fram fer á Sun Life-vellinum í Miami á mánudaginn mætir liðið annaðhvort nágrönnunum og Englandsmeisturunum í Manchester City eða erkifjendunum í Liverpool. „Það yrði risastórt ef United mætir City eða Liverpool í Miami,“ segir Robbie Mustoe, fyrrverandi leikmaður Middlesbrough sem nú starfar sem knattspyrnusérfræðingur NBC. „Við sýndum alla 380 leikina í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og áhorfið var ótrúlegt. Enska úrvalsdeildin er stærri en nokkru sinni fyrr hérna.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Manchester United og Evrópumeistarar Real Madrid eigast við á morgun í lokaumferð riðlakeppni ICC-æfingamótsins í Bandaríkjunum. Manchester United er á toppi riðilsins og getur komist í úrslitaleikinn, en Real er úr leik eftir töp gegn Inter og Roma í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Leikurinn annað kvöld, sem hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, fer fram á heimavelli háskólaruðningsliðsins Michigan Wolverines í Ann Arbor í Michigan-ríki, en hann er jafnan kallaður „Stóra húsið“. Uppselt er á leikinn, en 109.981 áhorfandi verður á vellinum á morgun. Mest hafa 115.109 manns horft á leik á þessum velli, en það met var sett síðasta haust. Aldrei áður hafa svo margir horft á knattspyrnuleik í Bandaríkjunum, en áhuginn er mikill þar í landi þar sem heimsmeistarakeppninni er nýlokið. Þar komst bandaríska landsliðið upp úr dauðariðlinum og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína. „Þið getið ekki stöðvað knattspyrnuna lengur. Þessi íþrótt er að ryðja sér rúms í Bandaríkjunum á öllum sviðum. Þetta er frábær stund sem við verðum að nýta okkur,“ sagði Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, á HM. Komist Manchester United í úrslitaleikinn sem fram fer á Sun Life-vellinum í Miami á mánudaginn mætir liðið annaðhvort nágrönnunum og Englandsmeisturunum í Manchester City eða erkifjendunum í Liverpool. „Það yrði risastórt ef United mætir City eða Liverpool í Miami,“ segir Robbie Mustoe, fyrrverandi leikmaður Middlesbrough sem nú starfar sem knattspyrnusérfræðingur NBC. „Við sýndum alla 380 leikina í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og áhorfið var ótrúlegt. Enska úrvalsdeildin er stærri en nokkru sinni fyrr hérna.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira