Fimm leikmenn landsliðsins að fylgja í fótspor pabba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2014 11:00 Axel Kárason, Logi Gunnarsson, Martin Hermannssin, Pavel Pavel Ermolinskij og Elvar Már Friðriksson. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir Pálsson Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. Á heimasíðu KKÍ kemur fram að í tólf manna hóp íslenska liðsins eru fimm synir fyrrverandi landsliðsmanna og þar á meðal er Logi Gunnarsson sem lék sinn hundraðasta leik í gær.Logi Gunnarsson er sonur Gunnars Þorvarðarsonar (Njarðvík) sem lék 69 landsleiki á árunum 1974 til 1981 en Logi sem fæddist 1981 lék sinn hundraðasta landsleik í gær. Logi verður heiðraður í Laugardalshöllinni þann 10. ágúst fyrir leikinn gegn Bretlandi í undankeppni EuroBasket 2015.Axel Kárason er sonur Kára Marissonar (Valur, Njarðvík) sem lék 34 leiki fyrir íslenska landsliðið á árunum 1972 til 1976. Þeir félagar Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson, sem eru báðir á leið til LIU í New York í haust, eru synir þeirra Friðriks Ragnarssonar (Njarðvík, KR), sem lék 31 landsleik milli 1989-1999, og Hermanns Haukssonar (KR, Njarðvík) sem lék 64 landsleiki á árunum 1994-2000. Faðir Pavels Ermolinskij, Alexander, lék 6 landsleiki fyrir Ísland þegar hann var leikmaður ÍA árið 1997 en Alexander tók þá upp íslenskt ríkisfang. Alexander Ermolinskij var upprunalega frá Rússlandi. Samtals hafa synirnir fimm leikið 187 landsleiki og feðurnir léku á sínum tíma 204. Eftir ferðina til Lúxemborg verður staðan hinsvegar orðin 192:204 og munurinn gæti síðan minnkað ennfrekar í Evrópukeppninni í haust. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM. 29. júlí 2014 07:00 Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg. 29. júlí 2014 13:30 Hlutirnir stefna í rétta átt Íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur sína fyrstu landsleiki undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu á næstu dögum. Pedersen var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. 30. júlí 2014 09:00 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er nú statt út í Lúxemborg þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við heimamenn en þetta er lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir Evrópukeppnina. Ísland vann sannfærandi fjórtán stiga sigur í fyrsta leiknum. Á heimasíðu KKÍ kemur fram að í tólf manna hóp íslenska liðsins eru fimm synir fyrrverandi landsliðsmanna og þar á meðal er Logi Gunnarsson sem lék sinn hundraðasta leik í gær.Logi Gunnarsson er sonur Gunnars Þorvarðarsonar (Njarðvík) sem lék 69 landsleiki á árunum 1974 til 1981 en Logi sem fæddist 1981 lék sinn hundraðasta landsleik í gær. Logi verður heiðraður í Laugardalshöllinni þann 10. ágúst fyrir leikinn gegn Bretlandi í undankeppni EuroBasket 2015.Axel Kárason er sonur Kára Marissonar (Valur, Njarðvík) sem lék 34 leiki fyrir íslenska landsliðið á árunum 1972 til 1976. Þeir félagar Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson, sem eru báðir á leið til LIU í New York í haust, eru synir þeirra Friðriks Ragnarssonar (Njarðvík, KR), sem lék 31 landsleik milli 1989-1999, og Hermanns Haukssonar (KR, Njarðvík) sem lék 64 landsleiki á árunum 1994-2000. Faðir Pavels Ermolinskij, Alexander, lék 6 landsleiki fyrir Ísland þegar hann var leikmaður ÍA árið 1997 en Alexander tók þá upp íslenskt ríkisfang. Alexander Ermolinskij var upprunalega frá Rússlandi. Samtals hafa synirnir fimm leikið 187 landsleiki og feðurnir léku á sínum tíma 204. Eftir ferðina til Lúxemborg verður staðan hinsvegar orðin 192:204 og munurinn gæti síðan minnkað ennfrekar í Evrópukeppninni í haust.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM. 29. júlí 2014 07:00 Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30 Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg. 29. júlí 2014 13:30 Hlutirnir stefna í rétta átt Íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur sína fyrstu landsleiki undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu á næstu dögum. Pedersen var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. 30. júlí 2014 09:00 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Jón Arnór verður ekki með í Lúxemborg Besti körfuknattleiksmaður landsins fékk frí vegna persónulegra ástæðna og fer því ekki með í æfingaferðina en mætir til leiks í undankeppni EM. 29. júlí 2014 07:00
Logi stigahæstur í sigri á Lúxemborg Logi Gunnarsson, skotbakvörðurinn úr Njarðvík lék sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd í kvöld og var hann stigahæstur leikmanna Íslands með 19 stig i fjórtán stiga sigri á Lúxemborg. 31. júlí 2014 21:30
Jón Arnór og strákarnir æfðu í Ásgarði | Myndir Körfuboltalandsliðið heldur utan á morgun og spilar tvo vináttulandsleiki við Lúxemborg. 29. júlí 2014 13:30
Hlutirnir stefna í rétta átt Íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur sína fyrstu landsleiki undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu fyrr á árinu á næstu dögum. Pedersen var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. 30. júlí 2014 09:00