Enski boltinn

Van Gaal lætur ekkert framhjá sér fara á æfingum United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal tók við liði Manchester United á dögunum og hann ætlar greinilega að passa vel upp á það að ekkert fari framhjá honum í starfinu.

Ensku miðlarnir hafa sagt frá því í morgun að Van Gaal hafi látið koma fyrir háskerpu myndbandsupptökuvélum í kringum allt æfingasvæðið og að allar æfingar liðsins verða nú teknar upp frá öllum hliðum.

Louis van Gaal getur nú skoðað öll spörk og öll svipbrigði hjá leikmönnum sínum auk þess að gera sér betur grein fyrir því hvaða leikmenn eru að finna sig og hvaða leikmenn eiga í erfiðleikum.

Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar af breyttum áherslum síðan að Louis van Gaal tók við en hann hafði áður skipað öllum leikmönnum að tala saman á ensku á æfingum og leikmenn borða nú saman við hringlaga borð í stað kassalagðara áður.

Allt þetta gerir Hollendingurinn til að stuðla að meiri samskiptum á milli sinna leikmanna sem í kjölfarið ætti að skila sterkari liðsheild og færri "klíkum" innan liðsins.

Hollenski knattspyrnustjórinn hefur náð árangri hvar sem hann hefur verið og Louis van Gaal er þekktur fyrir mikinn aga innan leikmannahópa sinna.

Hvort að Van Gaal hafi tíma til að horfa á allar æfingarnar aftur verður síðan að koma í ljós en hann hefur í það minnsta möguleikanna á því.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Van Gaal ósáttur með skipulag undirbúningstímabilsins

Van Gaal er ósáttur við hversu mikið liðið neyðist til þess að ferðast í Bandaríkjunum en liðið spilar gegn LA Galaxy í Pasedana áður en liðið leikur leiki í Denver, Washington og Detroit.

Vona að Rooney fái fyrirliðabandið

Paul Scholes vonast til þess að Louis Van Gaal láti Wayne Rooney fá fyrirliðabandið á næsta tímabili en ekki Robin Van Persie. Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu eftir að Nemanja Vidic fór frá félaginu.

Manchester United ekki hætt á leikmannamarkaðnum

Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að það sé nóg eftir af aurum fyrir nýjum leikmönnum þrátt fyrir að félagið sé þegar búið að eyða 60 milljónum punda.

Van Gaal: Kaupi ekki leikmenn til einskis

Hollendingurinn hefur engar áhyggjur af þeim væntingum sem gerðar eru til liðsins á fyrsta tímabilinu hans sem knattspyrnustjóri Manchester United.

Rooney vill bera fyrirliðabandið

Wayne Rooney vill ólmur bera fyrirliðabandið hjá Manchester United, en Louis van Gaal, nýr stjóri United, hefur ekki ákveðið hver mun bera bandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×