Erlent

Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns

Bjarki Ármannsson skrifar
James Foley hvarf í Sýrlandi haustið 2012.
James Foley hvarf í Sýrlandi haustið 2012. Vísir/AFP
Nýtt myndband sem sagt er á vegum samtakanna Íslamskt ríki sýnir aftöku bandaríska blaðamannsins James Wright Foley, sem hvarf í Sýrlandi haustið 2012. Í myndbandinu flytur Foley skilaboð til fjölskyldu sinnar og ríkisstjórnar Bandaríkjanna áður en hann er hálshöggvinn.

Washington post er meðal þeirra sem greina frá. Bandaríkjastjórn hóf nýverið loftárásir á herstöðvar Íslamsks ríkis í Norður-Írak en samtökin höfðu þá lagt undir sig mikið landsvæði á stuttum tíma.

Undir lok myndbandsins sést annar maður, sem sagður er vera Steven Joel Sotloff. Sotloff er annar bandarískur blaðamaður sem hvarf við að flytja fréttir frá borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Grímuklæddur maður segir að Sotloff verði næst tekinn af lífi ef loftárásum Bandaríkjamanna linni ekki.

Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað.


Tengdar fréttir

Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag

Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×