„Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2014 14:16 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að starfsfólk Ríkisútvarpsins hafi lagt við hlustir varðandi óánægjuraddir hlustenda Rásar 1 um ákvörðun RÚV að taka af dagskrá Orð kvöldsins og Morgunbæn. Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með fyrrgreinda liði en hætta átti útsendingum þann 28. ágúst. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi að ákvörðunin hafi kallað fram töluverð viðbrögð, bæði frá ýmsum þjónum kirkjunnar og mörgum dyggum hlustendum Rásar 1. „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir og tekur mark á þessum ábendingum enda er það sameiginlegt verkefni okkar að þjóna hlustendum eins vel og kostur er. Starfsfólkið hefur því skoðað með hvaða hætti megi bregðast við þeim röddum sem vilja halda í þessa liði með einhverjum hætti um leið og haldið er áfram að gera dagskrá rásarinnar markvissari eins og áður kom fram,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að ætlunin sé að Rás 1 verði áfram vettvangur fyrir umræðu um trúarleg málefni og stendur vilji til að sinna því hlutverki betur en áður. „Til marks um það verður í haust settur nýr þáttur á dagskrá þar sem prestar þjóðkirkjunnar, guðfræðingar og aðrir flytja hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Þátturinn verður á besta útsendingartíma strax eftir kvöldfréttir á sunnudögum.“ Magnús segir að í samráði við Biskup Íslands hafi verið ákveðið að hafa áfram á dagskrá að morgni Morgunbæn og Orð dagsins. „Í þættinum verður flutt stutt hugvekja og bæn. Sameinaðir falla dagskrárliðirnir betur að nýju dagskrárskipulagi rásarinnar, en þeir verða á dagskrá kl. 6.25 rétt á undan nýjum öflugum morgunþætti, Morgunvaktinni sem hefst kl. 6.30.“ Einnig kemur fram að áfram verði boðið upp á útsendingar frá messum í kirkjum landsins og sem fyrr mun RÚV bjóða upp á dagskrá um hátíðir er tengist trúariðkun og bænahaldi landsmanna. Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að starfsfólk Ríkisútvarpsins hafi lagt við hlustir varðandi óánægjuraddir hlustenda Rásar 1 um ákvörðun RÚV að taka af dagskrá Orð kvöldsins og Morgunbæn. Útvarpsstjórinn hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með fyrrgreinda liði en hætta átti útsendingum þann 28. ágúst. Fram kemur í tilkynningu frá Magnúsi að ákvörðunin hafi kallað fram töluverð viðbrögð, bæði frá ýmsum þjónum kirkjunnar og mörgum dyggum hlustendum Rásar 1. „Starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur lagt við hlustir og tekur mark á þessum ábendingum enda er það sameiginlegt verkefni okkar að þjóna hlustendum eins vel og kostur er. Starfsfólkið hefur því skoðað með hvaða hætti megi bregðast við þeim röddum sem vilja halda í þessa liði með einhverjum hætti um leið og haldið er áfram að gera dagskrá rásarinnar markvissari eins og áður kom fram,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að ætlunin sé að Rás 1 verði áfram vettvangur fyrir umræðu um trúarleg málefni og stendur vilji til að sinna því hlutverki betur en áður. „Til marks um það verður í haust settur nýr þáttur á dagskrá þar sem prestar þjóðkirkjunnar, guðfræðingar og aðrir flytja hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Þátturinn verður á besta útsendingartíma strax eftir kvöldfréttir á sunnudögum.“ Magnús segir að í samráði við Biskup Íslands hafi verið ákveðið að hafa áfram á dagskrá að morgni Morgunbæn og Orð dagsins. „Í þættinum verður flutt stutt hugvekja og bæn. Sameinaðir falla dagskrárliðirnir betur að nýju dagskrárskipulagi rásarinnar, en þeir verða á dagskrá kl. 6.25 rétt á undan nýjum öflugum morgunþætti, Morgunvaktinni sem hefst kl. 6.30.“ Einnig kemur fram að áfram verði boðið upp á útsendingar frá messum í kirkjum landsins og sem fyrr mun RÚV bjóða upp á dagskrá um hátíðir er tengist trúariðkun og bænahaldi landsmanna.
Tengdar fréttir Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00 Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04 Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24 Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53 Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04 Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30 Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli. 14. ágúst 2014 07:00
Borgarfulltrúi saknar bænanna Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða. 15. ágúst 2014 11:04
Vantrú fagnar aflagningu bænahalds á Rás 1 „Það er ekki hlutverk ríkisins að vera með útvarpsstöð sem sér um trúarþarfir fólks og bænahald,“ segir formaður Vantrúar. 14. ágúst 2014 16:24
Verið að jaðarsetja sið kristinna manna á Íslandi Þórir Jökull Þorsteinsson prestur veltir því fyrir sér hvort RÚV sé í stríði við kristna menn á Íslandi. 18. ágúst 2014 10:53
Sigmundur Davíð um bænir á RÚV: „Amen“ Forsætisráðherra fjallar um ákvörðun útvarpsstjóra. 19. ágúst 2014 14:04
Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar. 13. ágúst 2014 18:30
Bænirnar verða áfram á RÚV Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. 19. ágúst 2014 13:29