Innlent

Bænirnar verða áfram á RÚV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV í dag.

Fyrirhugað var að hætta útsendingum á fyrrnefndum liðum þann 28. ágúst.

Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, var mjög óhress með ákvörðun Ríkisútvarpsins og var í kjölfarið stofnaður Facebook-hópur þar sem almenningur gat mótmælt ákvörðuninni.

Rúmlega 6000 manns tilheyra hópnum í dag og hefur útvarpsstjóri greinilega tekið mark á rödd þeirra.


Tengdar fréttir

Efast ekki um að fólk eigi eftir að sakna bænanna

Dagskrárstjóri Rásar eitt segir litla hlustun á bænir. Dómkirkjuprestur segir bænalesturinn þjónustu við fólkið í landinu. Formaður Landssambands eldri borgara vill að biskup og prestar landsins mótmæli.

Borgarfulltrúi saknar bænanna

Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir bænina ætíð af hinu góða.

Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“

Vígslubiskupinn í Skálholti er afar óhress með Ríkisútvarpið fyrir að ætli að fella niður morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins á Rás eitt í lok mánaðarins. "Afar lítil hlustun á þessa dagskrárliði“, segir dagskrárstjóri rásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×