Lífið

Aftur í áfengismeðferð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Elizabeth Vargas, fréttaþulur hjá ABC News í Bandaríkjunum, fór í meðferð síðustu helgi til að ná tökum á áfengisfíkn sinni.

„Ég ákvað að fara aftur í meðferð þegar ég var í fríi um helgina,“ skrifar Elizabeth í yfirlýsingu til tímaritsins Us Weekly. 

„Það er langt og gríðarlega erfitt ferli að ná tökum á sjúkdómnum eins og margir aðrir óvirkir alkóhólistar vita,“ bætir hún við.

Elizabeth fór í meðferð í nóvember á síðasta ári og þakkaði fjölskyldu sinni og samstarfsfélögum hjá ABC News fyrir stuðninginn. 

Hún sneri aftur á skjáinn í janúar á þessu ári og hefur rætt opinskátt um baráttu sína við Bakkus.

Elizabeth giftist tónlistarmanninum Marc Cohn í júlí árið 2002 og saman eiga þau synina Zachary, ellefu ára, og Samuel, átta ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.