Skagfirðingur keyrir á hval Bjarki Ármannsson skrifar 17. ágúst 2014 21:13 Samstuðið við hnúfubakinn festist á filmu. Mynd/Skjáskot Brynjar Þór Gunnarsson, akstursíþróttamaður og íbúi á Hofsósi, ók á hval í dag. Hann var þá staddur á sjóþotu í Skagafirðinum ásamt félaga sínum, þar sem þeir tóku nokkra hringi í blíðviðrinu. „Við vorum búnir að vera úti í firðinum í allan dag og vorum bara á leiðinni heim,“ segir Brynjar. „Þá sjáum við í smá fjarlægð stróka, þar sem nokkrir hnúfubakar voru að blása úr sér lofti. Þannig að við ákváðum að renna þangað niður eftir og skoða þá aðeins.“ Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Brynjar náði á Go Pro myndavél sinni, komst hann í fullmikið návægi við skepnurnar. „Svo var ég eitthvað að horfa á félaga minn og þá kom hann upp beint fyrir framan mig,“ segir Brynjar. „Ég náði ekkert að beygja strax og keyrði bara beint upp á bakið á honum.“ Hann telur að hnúfubaknum hafi líklegast ekki orðið meint af. Sjálfum brá honum þó heldur betur við áreksturinn. „Maður fékk svona pínu hland fyrir hjartað. Það var ekki hægt að panikka alveg strax, en maður fékk svona pínu adrenalín-kikk eftir á,“ segir Brynjar. Hann getur þó hlegið að þessu núna og viðurkennir að litlu munaði að hann hafi hreinlega notast við hnúfubakinn sem nokkurs konar stökkpall. „Hefði ég komið aðeins hraðar hefði ég ábyggilega bara stokkið beint yfir hann,“ segir hann. Hvalir eru ekki óalgeng sjón í firðinum, en líklegast eru þó ekki margir aðrir en Brynjar sem geta státað sig af því að hafa lent í svona árekstri. Myndbandið af samstuði Brynjars og hvalsins má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Brynjar Þór Gunnarsson. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Sjá meira
Brynjar Þór Gunnarsson, akstursíþróttamaður og íbúi á Hofsósi, ók á hval í dag. Hann var þá staddur á sjóþotu í Skagafirðinum ásamt félaga sínum, þar sem þeir tóku nokkra hringi í blíðviðrinu. „Við vorum búnir að vera úti í firðinum í allan dag og vorum bara á leiðinni heim,“ segir Brynjar. „Þá sjáum við í smá fjarlægð stróka, þar sem nokkrir hnúfubakar voru að blása úr sér lofti. Þannig að við ákváðum að renna þangað niður eftir og skoða þá aðeins.“ Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi, sem Brynjar náði á Go Pro myndavél sinni, komst hann í fullmikið návægi við skepnurnar. „Svo var ég eitthvað að horfa á félaga minn og þá kom hann upp beint fyrir framan mig,“ segir Brynjar. „Ég náði ekkert að beygja strax og keyrði bara beint upp á bakið á honum.“ Hann telur að hnúfubaknum hafi líklegast ekki orðið meint af. Sjálfum brá honum þó heldur betur við áreksturinn. „Maður fékk svona pínu hland fyrir hjartað. Það var ekki hægt að panikka alveg strax, en maður fékk svona pínu adrenalín-kikk eftir á,“ segir Brynjar. Hann getur þó hlegið að þessu núna og viðurkennir að litlu munaði að hann hafi hreinlega notast við hnúfubakinn sem nokkurs konar stökkpall. „Hefði ég komið aðeins hraðar hefði ég ábyggilega bara stokkið beint yfir hann,“ segir hann. Hvalir eru ekki óalgeng sjón í firðinum, en líklegast eru þó ekki margir aðrir en Brynjar sem geta státað sig af því að hafa lent í svona árekstri. Myndbandið af samstuði Brynjars og hvalsins má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Brynjar Þór Gunnarsson.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Sjá meira