Ráðherra getur verið sóttur til saka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2014 21:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. Um verkaskiptingu milli ráðuneyta er fjallað í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrir liggur að liðir 2 og 3 í 4. gr. úrskurðarins munu færast yfir til annars ráðherra. Undir ákæruvald falla meðal annars embætti ríkissaksóknara og embætti sérstaks saksóknara, en undir dómstóla falla meðal annars dómstólaráð, dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf og nefnd um dómarastörf. Björg Thorarensen, lagaprófessor og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir það á hendi forsætisráðherra að meta hvernig og hvert þessi málefni verði flutt. „Þetta er reyndar mjög óvenjulegt mál, að svona stórir málaflokkar eða málefni, séu fluttir eitthvað annað um einhver ótilgreindar tíma. Ég teldi rétt við þessar aðstæður að það yrði þá gerð þessi breyting með forsetaúrskurði sem að forsætisráðherra gerir tillögu um til forseta og breyti núverandi forsetaúrskurði,“ segir Björg. Hefur þessi staða komið upp áður? „Ég þekki engin dæmi þess að svo umfangsmiklir málaflokkar hafi verið færðir frá ráðherra, til einhvers annars ráðherra,“ segir Björg. Björg bendir á að samkvæmt 7. gr. laga um ráðherraábyrgð verði ráðherra einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna. „Það eru gerðar mjög ríkar kröfur til ásetnings ráðherra í slíku tilviki en það er ekki útilokað. Og að því leytinu til er skiljanlegt, og auðvitað óheppilegt, að þarna er það undirmaður ráðherra sem er ákærður fyrir mál sem eru unnin innan ráðuneytisins,“ segir Björg. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. Um verkaskiptingu milli ráðuneyta er fjallað í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrir liggur að liðir 2 og 3 í 4. gr. úrskurðarins munu færast yfir til annars ráðherra. Undir ákæruvald falla meðal annars embætti ríkissaksóknara og embætti sérstaks saksóknara, en undir dómstóla falla meðal annars dómstólaráð, dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf og nefnd um dómarastörf. Björg Thorarensen, lagaprófessor og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir það á hendi forsætisráðherra að meta hvernig og hvert þessi málefni verði flutt. „Þetta er reyndar mjög óvenjulegt mál, að svona stórir málaflokkar eða málefni, séu fluttir eitthvað annað um einhver ótilgreindar tíma. Ég teldi rétt við þessar aðstæður að það yrði þá gerð þessi breyting með forsetaúrskurði sem að forsætisráðherra gerir tillögu um til forseta og breyti núverandi forsetaúrskurði,“ segir Björg. Hefur þessi staða komið upp áður? „Ég þekki engin dæmi þess að svo umfangsmiklir málaflokkar hafi verið færðir frá ráðherra, til einhvers annars ráðherra,“ segir Björg. Björg bendir á að samkvæmt 7. gr. laga um ráðherraábyrgð verði ráðherra einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna. „Það eru gerðar mjög ríkar kröfur til ásetnings ráðherra í slíku tilviki en það er ekki útilokað. Og að því leytinu til er skiljanlegt, og auðvitað óheppilegt, að þarna er það undirmaður ráðherra sem er ákærður fyrir mál sem eru unnin innan ráðuneytisins,“ segir Björg.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira