Stjórnarmaður DV: Fjandsamleg yfirtaka ekki í aðsigi Bjarki Ármannsson skrifar 15. ágúst 2014 16:26 Frá húsnæði DV við Tryggvagötu. Vísir/Pjetur Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður DV, telur að ásakanir um að fjandsamleg yfirtaka á miðlinum sé í aðsigi „furðulegar.“ Hann telur að starfsmannafélag DV, sem lýsti fyrr í dag yfir áhyggjum sínum af framtíð miðilsins vegna væringa um eignarhald félagsins, búi yfir röngum upplýsingum um eignarhald blaðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag. Hann segir ekkert annað standa til en að efla blaðið og tekur undir að mikilvægt sé að standa vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Yfirlýsingin í heild sinni er birt hér:Vegna fréttaflutnings undanfarinna daga og furðulegra ásakana um að í aðsigi sé fjandsamleg yfirtaka á DV, vil ég sem formaður á síðasta fundi stjórnar taka eftirfarandi fram:1. Allt tal um fjandsamlega yfirtöku er úr lausi lofti gripið. Ég gerðist stjórnarformaður DV meðal annars fyrir orð Reynis Traustasonar ritstjóra blaðsins og hef lagt til þess umtalsverða fjármuni sem hluthafi og lánveitandi. Upphaf þessa má rekja til þess að stjórnendur blaðsins töldu stefna í gjaldþrot og leituðu eftir fjármögnun og nýju hlutafé til að koma í veg fyrir slíkt. Við því var orðið og hafa umtalsverðir fjármunir verið settir í rekstur DV undanfarna mánuði og misseri.2. Um skeið hefur verið ljóst, að núverandi stjórn DV endurspeglaði ekki raunverulega eigendur fyrirtækisins. Ég lét þá skoðun í ljós á síðasta stjórnarfundi, sagði þáverandi stjórn óstarfhæfa og lagði til hluthafafund til að endurskipa í stjórn í samræmi við rétt eignarhlutföll og sleit svo fundi. Eftir að ég vék af fundinum var annar kosinn í minn stað sem stjórnarformaður. Lögmaður meirihlutaeigenda DV hefur komið því á framfæri við stjórn að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar fram að aðalfundi síðar í mánuðinum.3. Starfsmenn DV sendu frá sér yfirlýsingu í dag, þar sem þeir segjast óttast fjandsamlega yfirtöku. Ljóst er að þeim hafa verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald blaðsins. Ég get fullvissað starfsmenn blaðsins um að ekki stendur til neitt annað en að efla það á næstunni og að rekstur DV stendur styrkum fótum, m.a. fyrir tilstilli aðgerða sem hluthafar blaðsins hafa ráðist í á undanförnum misserum. Ég tek undir með starfsmönnum DV um mikilvægi þess að standa áfram vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður DV, telur að ásakanir um að fjandsamleg yfirtaka á miðlinum sé í aðsigi „furðulegar.“ Hann telur að starfsmannafélag DV, sem lýsti fyrr í dag yfir áhyggjum sínum af framtíð miðilsins vegna væringa um eignarhald félagsins, búi yfir röngum upplýsingum um eignarhald blaðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Þorsteinn sendi frá sér í dag. Hann segir ekkert annað standa til en að efla blaðið og tekur undir að mikilvægt sé að standa vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun. Yfirlýsingin í heild sinni er birt hér:Vegna fréttaflutnings undanfarinna daga og furðulegra ásakana um að í aðsigi sé fjandsamleg yfirtaka á DV, vil ég sem formaður á síðasta fundi stjórnar taka eftirfarandi fram:1. Allt tal um fjandsamlega yfirtöku er úr lausi lofti gripið. Ég gerðist stjórnarformaður DV meðal annars fyrir orð Reynis Traustasonar ritstjóra blaðsins og hef lagt til þess umtalsverða fjármuni sem hluthafi og lánveitandi. Upphaf þessa má rekja til þess að stjórnendur blaðsins töldu stefna í gjaldþrot og leituðu eftir fjármögnun og nýju hlutafé til að koma í veg fyrir slíkt. Við því var orðið og hafa umtalsverðir fjármunir verið settir í rekstur DV undanfarna mánuði og misseri.2. Um skeið hefur verið ljóst, að núverandi stjórn DV endurspeglaði ekki raunverulega eigendur fyrirtækisins. Ég lét þá skoðun í ljós á síðasta stjórnarfundi, sagði þáverandi stjórn óstarfhæfa og lagði til hluthafafund til að endurskipa í stjórn í samræmi við rétt eignarhlutföll og sleit svo fundi. Eftir að ég vék af fundinum var annar kosinn í minn stað sem stjórnarformaður. Lögmaður meirihlutaeigenda DV hefur komið því á framfæri við stjórn að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar fram að aðalfundi síðar í mánuðinum.3. Starfsmenn DV sendu frá sér yfirlýsingu í dag, þar sem þeir segjast óttast fjandsamlega yfirtöku. Ljóst er að þeim hafa verið gefnar rangar upplýsingar um eignarhald blaðsins. Ég get fullvissað starfsmenn blaðsins um að ekki stendur til neitt annað en að efla það á næstunni og að rekstur DV stendur styrkum fótum, m.a. fyrir tilstilli aðgerða sem hluthafar blaðsins hafa ráðist í á undanförnum misserum. Ég tek undir með starfsmönnum DV um mikilvægi þess að standa áfram vörð um óháða og frjálsa fjölmiðlun.
Tengdar fréttir Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Hafði ekki hugmynd um að hann ætti fullt af milljónum Eiríkur Jónsson er tilbúinn að selja fjörutíu prósenta hlut í vefsíðu sinni á staðnum. 13. ágúst 2014 13:00
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51