Innlent

Skemmdarverk unnin á Skólavörðustígnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Unnið hefur verið að því í allan dag að mála standana aftur fyrir opnun sýningarinnar.
Unnið hefur verið að því í allan dag að mála standana aftur fyrir opnun sýningarinnar. Vísir/Stefán
Skemmdarverk voru unnin á ljósmyndastöndum Baldurs Kristjánssonar á Skólavörðustígnum í nótt. Standarnir eru þar vegna ljósmyndasýningar Baldurs sem opnar klukkan fimm í dag. Óprúttinn aðila hafði hellt rauðri málningu á standana og skrifað beikon á þá.

Baldur hefur unnið að því í allan dag að mála standana aftur fyrir opnun sýningarinnar, en standarnir eru í hans eigu.

Með þessu mun sá sem framdi skemmdarverkin vera að mótmæla beikonhátíðinni sem mun fara fram á Skólavörðustígnum á morgun.


Tengdar fréttir

Gerir upp Grænlands ævintýrið í myndum

Baldur Kristjánsson ferðaðist til Sisimiut í Grænlandi til þess að mynda Jakob Jakobsson, Sóleyju Kaldal og son þeirra Ólaf, sem bjuggu þar í afskekktu þorpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×