Fjórir látnir eftir jarðskjálfta í höfuðborg Ekvadors Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 22:20 Þriggja er enn saknað. Vísir/AFP Fjórir eru látnir eftir að jarðskjálfti skók höfuðborg Ekvador, Quito, í gær og talið er að átta hafi slasast í aurskriðu sem féll í kjölfar skjálftans. Björgunarsveitir vinna nú að því að bjarga fólki úr húsarústum en þriggja er enn saknað. Skjálftinn var af stærðinni 5.1 sem Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hefur lýst sem „miðlungsstórum“. „Augljóst er að jarðskjálftinn olli aurskriðunni, en ákveðinn veikleiki var þó til staðar í fjallinu eftir ólöglega námastarfsemi og grjótnámur sem hagnýttar voru með ótilhlýðlegum hætti,“ sagði forseti Ekvador, Rafael Correa, í samtali við þarlenda fjölmiðla. Borgarstjóri Quito tilkynnti fjölmiðlamönnum að einn þeirra sem lét lífið í skjálftanum hafi verið fjögurra ára strákur sem varð undir hrísgrjónasekkjum. Aðalflugvelli borgarinnar var lokað í kjölfar skjálftans til að meta hugsanlegar skemmdir á innviðum vallarins en hann hefur nú verið opnaður aftur. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni og þustu skrifstofustarfsmenn út á götur borgarinnar þegar þeir urðu hans varir. Bílaumferð var lengi í lamasessi eftir titringinn. Alls búa um 1.6 milljón manns í Quinto en skjálftin átti upptök sín á um 7.7 kílómetra dýpi, rúma 22 kílómetra norðaustur af höfuðborginni. Jarðskjálftar eru tíðir í Ekvador en landið er í hinum svokallað Eldhring sem umlykur Kyrrahafsflekann. Eldhringurinn er í raun hálfhringur, 40.000 km langur, þar sem 90 prósent af öllum jarðskjálftum heims og 81% af stærstu jarðskjálftum heims eiga sér stað.Skrifstofufólk þusti út á götur Quito er það fann skjálftann.Vísir/AFPHér að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi hamfaranna. Post by Cesitar Egas. Post by Marco Pérez Torres. Post by Cristian Javier Rodriguez. Bárðarbunga Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Fjórir eru látnir eftir að jarðskjálfti skók höfuðborg Ekvador, Quito, í gær og talið er að átta hafi slasast í aurskriðu sem féll í kjölfar skjálftans. Björgunarsveitir vinna nú að því að bjarga fólki úr húsarústum en þriggja er enn saknað. Skjálftinn var af stærðinni 5.1 sem Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hefur lýst sem „miðlungsstórum“. „Augljóst er að jarðskjálftinn olli aurskriðunni, en ákveðinn veikleiki var þó til staðar í fjallinu eftir ólöglega námastarfsemi og grjótnámur sem hagnýttar voru með ótilhlýðlegum hætti,“ sagði forseti Ekvador, Rafael Correa, í samtali við þarlenda fjölmiðla. Borgarstjóri Quito tilkynnti fjölmiðlamönnum að einn þeirra sem lét lífið í skjálftanum hafi verið fjögurra ára strákur sem varð undir hrísgrjónasekkjum. Aðalflugvelli borgarinnar var lokað í kjölfar skjálftans til að meta hugsanlegar skemmdir á innviðum vallarins en hann hefur nú verið opnaður aftur. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni og þustu skrifstofustarfsmenn út á götur borgarinnar þegar þeir urðu hans varir. Bílaumferð var lengi í lamasessi eftir titringinn. Alls búa um 1.6 milljón manns í Quinto en skjálftin átti upptök sín á um 7.7 kílómetra dýpi, rúma 22 kílómetra norðaustur af höfuðborginni. Jarðskjálftar eru tíðir í Ekvador en landið er í hinum svokallað Eldhring sem umlykur Kyrrahafsflekann. Eldhringurinn er í raun hálfhringur, 40.000 km langur, þar sem 90 prósent af öllum jarðskjálftum heims og 81% af stærstu jarðskjálftum heims eiga sér stað.Skrifstofufólk þusti út á götur Quito er það fann skjálftann.Vísir/AFPHér að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi hamfaranna. Post by Cesitar Egas. Post by Marco Pérez Torres. Post by Cristian Javier Rodriguez.
Bárðarbunga Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira