Golf

Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið

Woods hefur alls ekki fundið sig að undanförnu.
Woods hefur alls ekki fundið sig að undanförnu. AP/Getty
Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög illa hjá Tiger Woods eftir að hann sneri aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða fjarveru segir Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, að hann sé enn að velta fyrir sér að velja Tiger í liðið.

Tiger hefur aðeins spilað í átta mótum á árinu en hann hefur aðeins klárað þrjú þeirra. Þrisvar hefur hann misst af niðurskurðinum og í tveimur öðrum mótum hefur hann þurft að hætta vegna meiðsla. Þá endaði hann jafn í 117. sæti á PGA-meistaramótinu sem kláraðist um síðustu helgi og missti af niðurskurðinum með heilum fimm höggum.

Watson, sem fær að velja þrjá kylfinga í liðið, segir þó að það sé enn möguleiki að hann velji Tiger enda sé hann kylfingur sem geti gert gæfumuninn á Gleneagles í haust. „Ég mun halda því opnu að velja hann í liðið, ef hann verður frískur þá væri ég kjáni að velta því ekki fyrir mér.“

„Ég mun vera í sambandi við hann á komandi vikum til þess að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef ég vel hann í liðið mun það hafa jákvæð áhrif á alla hina í liðinu, ég er viss um það. Hann er enn Tiger Woods þrátt fyrir bakaðgerðina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×