"Eignir Hraðbrautar líklega á brunaútsölu“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 12. ágúst 2014 20:00 Eigandi Menntaskólans Hraðbrautar segir að framundan sé brunaútsala á eignum skólans. Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudag vegna skorts á nemendum. Nemandi sem hefja átti nám við skólann í haust segir tíðindin áfall. Menntaskólinn Hraðbraut tók fyrst til starfa árið 2003 og hefur útskrifað um 500 nemendur. Skólinn hefur ekki verið starfræktur síðastliðin tvö ár en áformað var að hefja kennslu við skólann á ný næstkomandi fimmtudag. Ekkert verður af þeim áformum vegna skorts á nemendum sem höfðu tök á því að greiða skólagjaldið sem er 890 þúsund krónur fyrir skólaárið. „Það voru 30 nemendur sem ætluðu að hefja nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Maður skilur það. Þetta er feikilega há upphæð - 890 þúsund krónur - í samanburði við að borga lítið sem ekkert í öðrum skólum,“ segir Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar.Nemendur í óvissu Ólafur segir að búið sé að endurgreiða flestum nemendum skólagjaldið og þeir verði aðstoðaðir við að fá inni í öðrum framhaldsskólum. Hólmfríður Sara Geirsdóttir hafði áformað að hefja nám í Hraðbraut í haust. Hún segir það áfall að fá þessar fregnir. „Ég var mjög áhyggjufull. Ég var komin með skólavist og allt í einu fellur það niður. Það lætur mann hugsa,“ segir Hólmfríður. Hún hefur fengið vilyrði fyrir því að hefja nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í haust. Hólmfríður var tilbúin til að greiða hið háa skólagjald Hraðbrautar til að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Þetta er rosalega mikill peningur en algjörlega þess virði,“ segir Hólmfríður.Líklega endalok Hraðbrautar Ólafur gagnrýnir að hið opinbera styðji ekki við bakið á Hraðbraut en þjónustusamningi við skólann var sagt upp árið 2012. Hann segir að skólinn útskrifi nemendur með talsvert minni tilkostnaði fyrir hið opinbera en aðrir framhaldsskólar. Tíðindin marki líklega endalok skólans. „Það er ekkert framundan annað en nánast að halda brunaútsölu á eignum skólans og snúa sér að einhverju öðru í framtíðinni. Það er fyrst og fremst dapurlegt fyrir íslenska framhaldsskóla að svona valkostur skuli ekki vera fyrir hendi vegna þess að ríkið er algjörlega ófært um að bjóða upp á svona valkost,“ segir Ólafur Haukur. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eigandi Menntaskólans Hraðbrautar segir að framundan sé brunaútsala á eignum skólans. Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudag vegna skorts á nemendum. Nemandi sem hefja átti nám við skólann í haust segir tíðindin áfall. Menntaskólinn Hraðbraut tók fyrst til starfa árið 2003 og hefur útskrifað um 500 nemendur. Skólinn hefur ekki verið starfræktur síðastliðin tvö ár en áformað var að hefja kennslu við skólann á ný næstkomandi fimmtudag. Ekkert verður af þeim áformum vegna skorts á nemendum sem höfðu tök á því að greiða skólagjaldið sem er 890 þúsund krónur fyrir skólaárið. „Það voru 30 nemendur sem ætluðu að hefja nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Maður skilur það. Þetta er feikilega há upphæð - 890 þúsund krónur - í samanburði við að borga lítið sem ekkert í öðrum skólum,“ segir Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar.Nemendur í óvissu Ólafur segir að búið sé að endurgreiða flestum nemendum skólagjaldið og þeir verði aðstoðaðir við að fá inni í öðrum framhaldsskólum. Hólmfríður Sara Geirsdóttir hafði áformað að hefja nám í Hraðbraut í haust. Hún segir það áfall að fá þessar fregnir. „Ég var mjög áhyggjufull. Ég var komin með skólavist og allt í einu fellur það niður. Það lætur mann hugsa,“ segir Hólmfríður. Hún hefur fengið vilyrði fyrir því að hefja nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í haust. Hólmfríður var tilbúin til að greiða hið háa skólagjald Hraðbrautar til að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Þetta er rosalega mikill peningur en algjörlega þess virði,“ segir Hólmfríður.Líklega endalok Hraðbrautar Ólafur gagnrýnir að hið opinbera styðji ekki við bakið á Hraðbraut en þjónustusamningi við skólann var sagt upp árið 2012. Hann segir að skólinn útskrifi nemendur með talsvert minni tilkostnaði fyrir hið opinbera en aðrir framhaldsskólar. Tíðindin marki líklega endalok skólans. „Það er ekkert framundan annað en nánast að halda brunaútsölu á eignum skólans og snúa sér að einhverju öðru í framtíðinni. Það er fyrst og fremst dapurlegt fyrir íslenska framhaldsskóla að svona valkostur skuli ekki vera fyrir hendi vegna þess að ríkið er algjörlega ófært um að bjóða upp á svona valkost,“ segir Ólafur Haukur.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira