Enski boltinn

Tilboð Liverpool í Moreno samþykkt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Moreno í úrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili.
Moreno í úrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Vísir/Getty
Liverpool hefur komist að samkomulagi við Sevilla um kaupverðið á spænska vinstri bakverðinum Alberto Moreno. Moreno mun gangast undir læknisskoðun á næstu dögum og semja um kaup og kjör við félagið.

Moreno hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar en forráðamönnum Liverpool hefur ekki tekist að komast að samkomulagi við Sevilla fyrr en í dag.

Vinstri bakvarðastaðan hefur verið til vandræða hjá Liverpool í lengri tíma en hjá Liverpool keppir Moreno við landa sinn, Jose Enrique, um stöðuna. Ekki hefur verið hægt að treysta á Enrique en hann var meiddur lengst af á síðasta tímabili.

Þá er talið að Liverpool gangi frá sölunni á Martin Kelly til Crystal Palace á næstu klukkustundum. Liverpool hefur samþykkt tilboð upp á 1,5 milljón punda en Kelly sem er 24 árs gamall hefur færst neðar í goggunarröðinni á Anfield með komu Javier Manquillo og Moreno.

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×