Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Breiðablik 1-1 | Jafnt á Fjölnisvelli Ingvi Þór Sæmundsson á Fjölnisvellinum skrifar 11. ágúst 2014 15:33 Vísir/Stefán Fjölnir og Breiðablik skildu jöfn með einu marki gegn einu í miklum fallslag á Fjölnisvelli í kvöld. Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti. Bæði lið voru greinilega brennd af síðustu leikjum sínum, en þau fengu bæði á sig fjögur mörk í síðustu umferð; Breiðablik gegn Keflavík og Fjölnir gegn Val. Blikar voru sér í lagi mun skynsamari en í 4-4 jafnteflinu gegn Keflavík; skipulagið var betra og aginn meiri. Það hjálpaði reyndar til að sóknarleikur Fjölnis var afar einhæfur, en þeir reyndu hvað eftir annað að stinga boltanum inn fyrir Blikavörnina sem stóð mjög hátt á vellinum. Það var helst að það skapaðist hætta í kringum Aron Sigurðarson, en þessi skemmtilegi leikmaður var líflegastur Fjölnismanna í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Blika var engu skárri og Bergsveinn Ólafsson og félagar hans í Fjölnisvörninni áttu í litlum vandræðum með máttleysislegar sóknir gestanna. Staðan var markalaus í hálfleik, en það voru aðeins liðnar sjö mínútur af seinni hálfleik þegar Árni Vilhjálmsson, sem hafði ekki sést í fyrri hálfleik, kom Blikum yfir með sínu sjötta deildarmarki í sumar.Baldvin Sturluson átti þá sendingu frá hægri, Elfar Árni Aðalsteinsson hljóp yfir boltann sem barst á Árna sem skoraði með góðu skoti framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Fjölnismenn virtust tvíeflast eftir markið og þeir fóru að herja á vörn Blika. Þeim gekk þó erfiðlega að skapa sér opin færi. Það tókst gestunum hins vegar á 64. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson sendi boltann inn á teiginn frá hægri á Árna sem var óvaldaður í vítateignum. Skalli hans var góður, en Þórður kastaði sér til hliðar og varði frábærlega. Þessi markvarsla átti eftir að reynast óhemju dýrmæt í framhaldinu. Skömmu síðar þurfti Elfar Freyr Helgason að fara af velli vegna meiðsla og við það riðlaðist varnarleikur Blika. Sókn Fjölnismanna þyngdist og hún bar loks árangur á 76. mínútu. Fjölnismenn sóttu þá hratt á Blikavörnina. Ragnar Leósson fékk pláss og tíma á hægri kantinum og hann sendi boltann þvert fyrir markið á varamanninn Mark Charles Magee sem kom boltanum yfir línuna. Þetta var fyrsta mark Magee í hans fyrsta leik fyrir Fjölni, en hann lék með Tindastól í 1. deildinni framan af sumri. Þetta var sömuleiðis níunda stoðsending Ragnars í sumar, en enginn leikmaður hefur gefið jafn margar í Pepsi-deildinni. Fjölnismenn héldu áfram að sækja eftir jöfnunarmarkið og voru líklegri aðilinn. Þeir náðu þó ekki að bæta við marki og svo fór að liðin skiptust á jafnan hlut. Bæði lið eru nú með 15 stig, jafnmörg og Fylkir og Fram sem vann sinn annan sigur í röð í kvöld. Fallbaráttan er með eindæmum jöfn og hvert stig skiptir máli. Bæði Fjölnir og Breiðablik hefðu eflaust viljað fá þrjú stig úr leik kvöldsins, en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða.Guðmundur: Fótboltinn er oft stærri en lífið „Eitt stig er betra en ekki neitt, það er alveg ljóst og við sættum okkur við stigið sem við fengum hér í kvöld. Við þurfum á öllum stigum að halda,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið gegn Fjölni í kvöld. Guðmundur sagði fyrri hálfleikinn, sem var afar rólegur, hafa markast af stöðu liðanna í deildinni. „Fyrri hálfleikurinn virkaði á mig eins og hvorugt liðið væri tilbúið að taka áhættu. Það hefur verið erfitt hjá báðum liðum í sumar og það speglaðist svolítið í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög vel. Við gerum mjög gott mark og fáum tækifæri til að gera annað þegar Þórður (Ingason) ver frá Árna (Vilhjálmssyni), en síðan fannst mér slökkna á okkur og það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í sumar,“ sagði Guðmundur, en getur hann sett fingurinn á það sem gerist í Blikaliðinu þegar þeir komast yfir í leikjum? „Stór hluti ástæðunnar er að það hefur gengið illa í sumar og okkur gengur illa, og gengur í raun ekki neitt, að halda hreinu, og það situr einhvers staðar í hausnum á mönnum. „Þetta leggst á sálina á mönnum því fótboltinn er oft stærri en lífið,“ sagði Guðmundur sem bætti við að Blikar yrðu í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni fram á lokadag mótsins. „Þetta verður ströggl fram á haust. Við verðum í þessari baráttu og ég vona að engir af mínum leikmönnum séu að hugsa um neitt annað. Ef menn fara fram úr sér og fara að hugsa um eitthvað annað, þá fer illa,“ sagði Guðmundur að lokum.Ágúst: Fann að við myndum setja á þá mark „Þetta var leikur tveggja góðra fótboltaliða og þau þurftu bæði þrjú stig. Jafntefli varð niðurstaðan og ég er hundfúll að hafa ekki fengið þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Breiðabliki í kvöld. „Við hefðum átt að klára leikinn undir lokin. Við erum á heimavelli og í stigasöfnun og þessi sex jafntefli sem við erum búnir að gera í sumar gætu reynst dýrkeypt. „Ég hefði viljað sjá 2-3 sigra í stað jafnteflanna,“ sagði Ágúst en hvað fannst honum um fyrri hálfleikinn sem var afar rólegur? „Bæði lið fengu fjögur mörk á sig í síðasta leik og því var eðlilegt að þau færu varfærnislega inn í leikinn. „Ég fann að við myndum setja á þá mark, við erum vanir því að skora. En það hefur vantað að klára leiki í sumar. „Það vantar kjark til að klára leiki á lokamínútunum. Við erum búnir að tapa 2-3 leikjum í lokin og ég vil fara að snúa þessu við,“ sagði Ágúst að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Fjölnir og Breiðablik skildu jöfn með einu marki gegn einu í miklum fallslag á Fjölnisvelli í kvöld. Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti. Bæði lið voru greinilega brennd af síðustu leikjum sínum, en þau fengu bæði á sig fjögur mörk í síðustu umferð; Breiðablik gegn Keflavík og Fjölnir gegn Val. Blikar voru sér í lagi mun skynsamari en í 4-4 jafnteflinu gegn Keflavík; skipulagið var betra og aginn meiri. Það hjálpaði reyndar til að sóknarleikur Fjölnis var afar einhæfur, en þeir reyndu hvað eftir annað að stinga boltanum inn fyrir Blikavörnina sem stóð mjög hátt á vellinum. Það var helst að það skapaðist hætta í kringum Aron Sigurðarson, en þessi skemmtilegi leikmaður var líflegastur Fjölnismanna í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Blika var engu skárri og Bergsveinn Ólafsson og félagar hans í Fjölnisvörninni áttu í litlum vandræðum með máttleysislegar sóknir gestanna. Staðan var markalaus í hálfleik, en það voru aðeins liðnar sjö mínútur af seinni hálfleik þegar Árni Vilhjálmsson, sem hafði ekki sést í fyrri hálfleik, kom Blikum yfir með sínu sjötta deildarmarki í sumar.Baldvin Sturluson átti þá sendingu frá hægri, Elfar Árni Aðalsteinsson hljóp yfir boltann sem barst á Árna sem skoraði með góðu skoti framhjá Þórði Ingasyni í marki Fjölnis. Fjölnismenn virtust tvíeflast eftir markið og þeir fóru að herja á vörn Blika. Þeim gekk þó erfiðlega að skapa sér opin færi. Það tókst gestunum hins vegar á 64. mínútu. Guðjón Pétur Lýðsson sendi boltann inn á teiginn frá hægri á Árna sem var óvaldaður í vítateignum. Skalli hans var góður, en Þórður kastaði sér til hliðar og varði frábærlega. Þessi markvarsla átti eftir að reynast óhemju dýrmæt í framhaldinu. Skömmu síðar þurfti Elfar Freyr Helgason að fara af velli vegna meiðsla og við það riðlaðist varnarleikur Blika. Sókn Fjölnismanna þyngdist og hún bar loks árangur á 76. mínútu. Fjölnismenn sóttu þá hratt á Blikavörnina. Ragnar Leósson fékk pláss og tíma á hægri kantinum og hann sendi boltann þvert fyrir markið á varamanninn Mark Charles Magee sem kom boltanum yfir línuna. Þetta var fyrsta mark Magee í hans fyrsta leik fyrir Fjölni, en hann lék með Tindastól í 1. deildinni framan af sumri. Þetta var sömuleiðis níunda stoðsending Ragnars í sumar, en enginn leikmaður hefur gefið jafn margar í Pepsi-deildinni. Fjölnismenn héldu áfram að sækja eftir jöfnunarmarkið og voru líklegri aðilinn. Þeir náðu þó ekki að bæta við marki og svo fór að liðin skiptust á jafnan hlut. Bæði lið eru nú með 15 stig, jafnmörg og Fylkir og Fram sem vann sinn annan sigur í röð í kvöld. Fallbaráttan er með eindæmum jöfn og hvert stig skiptir máli. Bæði Fjölnir og Breiðablik hefðu eflaust viljað fá þrjú stig úr leik kvöldsins, en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða.Guðmundur: Fótboltinn er oft stærri en lífið „Eitt stig er betra en ekki neitt, það er alveg ljóst og við sættum okkur við stigið sem við fengum hér í kvöld. Við þurfum á öllum stigum að halda,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið gegn Fjölni í kvöld. Guðmundur sagði fyrri hálfleikinn, sem var afar rólegur, hafa markast af stöðu liðanna í deildinni. „Fyrri hálfleikurinn virkaði á mig eins og hvorugt liðið væri tilbúið að taka áhættu. Það hefur verið erfitt hjá báðum liðum í sumar og það speglaðist svolítið í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög vel. Við gerum mjög gott mark og fáum tækifæri til að gera annað þegar Þórður (Ingason) ver frá Árna (Vilhjálmssyni), en síðan fannst mér slökkna á okkur og það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í sumar,“ sagði Guðmundur, en getur hann sett fingurinn á það sem gerist í Blikaliðinu þegar þeir komast yfir í leikjum? „Stór hluti ástæðunnar er að það hefur gengið illa í sumar og okkur gengur illa, og gengur í raun ekki neitt, að halda hreinu, og það situr einhvers staðar í hausnum á mönnum. „Þetta leggst á sálina á mönnum því fótboltinn er oft stærri en lífið,“ sagði Guðmundur sem bætti við að Blikar yrðu í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni fram á lokadag mótsins. „Þetta verður ströggl fram á haust. Við verðum í þessari baráttu og ég vona að engir af mínum leikmönnum séu að hugsa um neitt annað. Ef menn fara fram úr sér og fara að hugsa um eitthvað annað, þá fer illa,“ sagði Guðmundur að lokum.Ágúst: Fann að við myndum setja á þá mark „Þetta var leikur tveggja góðra fótboltaliða og þau þurftu bæði þrjú stig. Jafntefli varð niðurstaðan og ég er hundfúll að hafa ekki fengið þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Breiðabliki í kvöld. „Við hefðum átt að klára leikinn undir lokin. Við erum á heimavelli og í stigasöfnun og þessi sex jafntefli sem við erum búnir að gera í sumar gætu reynst dýrkeypt. „Ég hefði viljað sjá 2-3 sigra í stað jafnteflanna,“ sagði Ágúst en hvað fannst honum um fyrri hálfleikinn sem var afar rólegur? „Bæði lið fengu fjögur mörk á sig í síðasta leik og því var eðlilegt að þau færu varfærnislega inn í leikinn. „Ég fann að við myndum setja á þá mark, við erum vanir því að skora. En það hefur vantað að klára leiki í sumar. „Það vantar kjark til að klára leiki á lokamínútunum. Við erum búnir að tapa 2-3 leikjum í lokin og ég vil fara að snúa þessu við,“ sagði Ágúst að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira