Enski boltinn

Tiltektin hafin hjá van Gaal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Louis van Gaal er byrjaður að taka til í leikmannahópi Manchester United.
Louis van Gaal er byrjaður að taka til í leikmannahópi Manchester United. Vísir/Getty
Louis van Gaal, þjálfari Manchester United, hefur tilkynnt Marouane Fellaini, Wilfried Zaha, Nani, Will Keane, Rafael, Anderson og Javier Hernandez að þeir eigi sér ekki framtíð hjá félaginu.

Samkvæmt frétt Daily Mail fundaði van Gaal með Fellaini, Zaha, Nani, Keane og Shinji Kagawa á laugardaginn. Sá síðastnefndi verður þó líklega áfram hjá United, þótt hlutverk hans verði ekki stórt.

Anderson og Hernandez eru til sölu, en Inter, Southampton, Tottenham, Atletico Madrid og Juventus hafi sýnt þeim síðarnefnda áhuga.

Napoli þykir líklegur áfangastaður Fellaini, en Zaha hefur verið orðaður við Crystal Palace, Newcastle, West Ham og Nottingham Forest.

Van Gaal vill fá tvo nýja varnarmenn til United, en félaginu tókst ekki að fá Thomas Vermaelen, fyrrverandi fyrirliða Arsenal, sem gekk í raðir Barcelona á dögunum. 


Tengdar fréttir

Rodgers hafnaði því að vinna með Van Gaal

Liverpool og Manchester United mætast í úrslitum Guinness International æfingamótinu í fótbolta á miðnætti í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.

Van Gaal: Kaupi ekki leikmenn til einskis

Hollendingurinn hefur engar áhyggjur af þeim væntingum sem gerðar eru til liðsins á fyrsta tímabilinu hans sem knattspyrnustjóri Manchester United.

Van Gaal ætlar að fækka í leikmannahópnum

Louis van Gaal knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United muni segja þeim leikmönnum sem hann hefur ekki not fyrir að þeir geti fundið sér nýtt félag eftir að liðið kemur heim til Englands.

Neville: Síðasta tímabil var hörmung

Phil Neville segir að síðasta tímabilið hjá United hafi verið hörmung og United eigi mikinn möguleika á titlinum þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×