Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ingvi Þór Sæmundsson í Höllinni skrifar 10. ágúst 2014 12:30 Haukur Helgi Pálsson skorar tvö stig á móti Bretum í kvöld. vísir/vilhelm Grasið er grænt, himininn er blár og Martin Hermannsson er góður í körfubolta. Þetta eru staðreyndir lífsins. Það var mikið áfall að missa Jón Arnór Stefánsson, fánabera landsliðsins til margra ára, út, en með samstilltu átaki, (lengst af) góðum varnarleik, áræðni í sóknarleiknum og frábærri frammistöðu frá ungu mönnunum, Martin og Hauki Helga Pálssyni, hafðist 13 stiga sigur á Bretlandi í fyrsta leik A-riðils í undankeppni EM 2015. Íslendingar mættu ákveðnir til leiks; varnarleikurinn var frábær og Haukur fór fyrir sóknarleiknum, en hann skoraði sjö stig í fyrsta leikhluta. Íslendingar náðu mest 16 stiga forystu, 20-4, þegar 1:30 mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Bretar náðu að laga stöðuna aðeins, en þegar leikhlutinn var allur leiddi Ísland með tólf stigum, 22-10.Martin Hermannsson var frábær í leiknum.vísir/vilhelmBretar komu sterkir til leiks í öðrum leikhluta og þeir fóru að saxa á forskot Íslands. Gestirnir breyttu stöðunni úr 24-12 í 24-20 og þeir náðu loks að jafna leikinn, 31-31, þegar 1:30 mínúta var eftir af fyrri hálfleik.Hlynur Bæringsson kom Íslandi aftur yfir, 34-31, en Daniel Clark sá til þess að staðan væri jöfn í leikhléi þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem leikklukkan gall. Clark var stigahæstur Breta í fyrri hálfleik með 13 stig, auk þess sem hann tók sex fráköst. Haukur var stigahæstur Íslendinga með níu stig, en Logi Gunnarsson kom næstur með sjö stig. Þá skoraði Hlynur sex stig í fyrri hálfleik og tók níu fráköst. Bretarnir voru áfram með undirtökin í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikur íslenska liðsins var stirður og gestirnir gengu á lagið. Þeir komust í fyrsta skipti yfir, 34-37, í upphafi seinni hálfleiks og þeir leiddu með sex stigum, 43-49, þegar 03:47 voru eftir af þriðja leikhluta.Jón Arnór Stefánsson var líflegur á hliðarlínunni.vísir/vilhelmEn þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra. Það rann æði á Martin og Hauk og þeir skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Um leið opnaðist fyrir samherja þeirra og Íslendingar keyrðu upp hraðann. Hlynur kom Íslandi yfir, 59-58, með síðasta stigi þriðja leikhluta og Ísland hélt uppteknum hætti í lokaleikhlutanum. Íslendingar juku muninn jafnt og þétt og um miðjan fjórða leikhluta var munurinn kominn í tveggja stafa tölu. Vörnin var frábær á þessum tíma og Bretarnir áttu engin svör. Íslendingar náðu mest 18 stiga forystu, 81-63, en gestirnir frá Bretlandi náðu að laga stöðuna aðeins fyrir leikslok. Lokatölur 83-70, Íslandi í vil. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið í riðlinum að gera og gefur leikmönnum íslenska liðsins eflaust mikið sjálfstraust fyrir næstu leiki. Haukur og Martin áttu báðir frábæran leik. Haukur skoraði 24 stig, tók níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum. Martin skoraði 22 stig, en hann var gríðarlega mikilvægur á þeim kafla þegar íslenska liðið var að koma sér inn í leikinn á ný. Þá skal framlag Hlyns og Pavels Ermolinskij ekki vanmetið, en þeir áttu báðir afbragðs leik. Hlynur skoraði 14 stig, tók 15 fráköst og spilaði frábæra vörn. Pavel hitti ekki vel (23,1%), en hann gaf 14 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik íslenska liðsins af mikilli festu. Clark var atkvæðamestur í liði Breta með 20 stig og átta fráköst. Kieron Achara kom næstur með 16 stig. Ísland mætir Bosníu í öðrum leik sínum í riðlinum 17. ágúst næstkomandi.Hörður Axel Vilhjálmsson í sókn fyrir Ísland í kvöld.vísir/vilhelmArnar: Þeir eru góðir í körfubolta Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Íslands, var að vonum sáttur eftir 13 stiga sigur á Bretlandi í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn var mjög sveiflukenndur, en hvernig fannst Arnari íslenska liðið spila? „Við hægðum aðeins of mikið á leiknum í öðrum leikhluta. Það gerði það að verkum að við klúðruðum nokkrum hraðaupphlaupum sem hleypti þeim aftur inn í leikinn. „Það var mjög dýrkeypt. Þegar við náðum tempóinu aftur upp í seinni hálfleik, þá leit þetta ágætlega út,“ sagði Arnar, en byrjunin á seinni hálfleik var Íslendingum erfið. „Byrjunin reyndist okkur strembin, en við breyttum áherslunum í sóknarleiknum um miðjan þriðja leikhluta og fórum að fórum að sækja meira á (Daniel) Clark og við það opnaðist völlurinn og við fengum auðveldari skot.“ Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson áttu báðir stórleik í kvöld. Hvað hafði Arnar um þeirra frammistöðu að segja? „Þeir eru góðir í körfubolta. Haukur var stórkostlegur í Evrópukeppninni í fyrra og allir Íslendingar vitu hversu megnugur Martin er. „Það er svo gaman að horfa á hann spila, því hann er svo öðruvísi leikmaður en flestir. Hann hefur stefnu- og hraðabreytingar sem unun er að horfa á,“ sagði Arnar og bætti við: „Þetta var lífsnauðsynlegur sigur upp á framhaldið að gera. Nú þurfum við að sigra Breta ytra og ef það gengur eftir er það vonandi EM sem bíður okkar.“Martin: Bjóst ekki við að skora svona mikið Martin Hermannsson var að vonum hæstánægður þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali eftir sigurinn á Bretlandi í kvöld. „Sigurinn er hrikalega mikilvægur upp á framhaldið að gera. Þetta var akkúrat það sem við þurftum og við höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Martin sem átti frábæran leik í kvöld. Hann skoraði 22 stig og átti hvað stærstan þátt í því að íslenska liðinu tókst að snúa erfiðri stöðu sér í vil. „Þetta gekk mjög vel. Ég bjóst ekki við að skora svona mikið, en ég ætlaði bara að leggja mitt af mörkum og hjálpa liðinu að vinna. „Mér leið vel inni á vellinum og fannst eins og ég gæti farið að körfunni og skorað. Þjálfarinn sagði mér að vera ákveðinn og ráðast á körfuna og ég ákvað að hlýða því,“ sagði Martin að lokum.Haukur: Spiluðum sem lið Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu í kvöld, en hann skoraði 24 stig, tók níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum í leiknum. Hver fannst honum vera lykilinn að sigrinum? „Við spiluðum sem lið - ekki sem einstaklingar. Það voru margir sem stigu upp og þetta var liðssigur,“ sagði Haukur og bætti við að það hefði verið erfitt að missa Jón Arnór Stefánsson út úr liðinu svona skömmu fyrir leik. „Þetta var ágætis sjokk, en við skildum þessa ákvörðun. Við þurftum að gleyma þessu sem fyrst og við gerðum það. „Það voru margir sem skiluðu sínu. Martin átti frábæran leik og það lögðust allir á eitt. Bretar voru yfir um miðjan þriðja leikhluta, en hvað breyttist hjá íslenska liðinu þá? „Við stóðumst áhlaupið og mér fannst við miklu betri og við ákváðum að sýna það í þriðja leikhluta,“ sagði Haukur sem sagði sigurinn mikilvægan. „Þetta var stór sigur og við erum komnir einu skrefi nær EM núna,“ sagði Haukur að lokum.Hlynur Bæringsson á ferðinni í Laugardalshöll.vísir/vilhelmLeik lokið | 83-70 | Lokaskot Pavels geigar. Ísland fagnar 13 stiga sigri. Frábær frammistaða síðasta korterið. Martin og Haukur Helgi voru magnaðir. 40. mín | 83-66 | Martin kórónar frábæra frammistöðu með þrist. Hann er búinn að vera óendanlega góður í seinni hálfleik. 38. mín | 81-63 | 18 stiga munur! 18 stiga munur! Hvaða sprell er þetta. Byrjunin á seinni hálfleik var erfið, en síðustu mínútur hafa verið mergjaðar. 38. mín | 79-63 | Hlynur setur niður þrist. Þvílíkur seinni hálfleikur hjá Íslandi! 37. mín | 74-60 | Fallegri sókn lýkur með körfu frá Hlyni. 14 stiga munur. Martin og Logi eru báðir með 4 villur. 36. mín | 72-60 | Martin með hraðaupphlaupskörfu. Hann er að gera alla brjálaða hérna. Íslendinga af gleði og Breta ... ekki úr gleði. 35. mín | 70-60 | Haukur neglir niður þristi úr hraðaupphlaupi! Tíu stiga munur! Þvílíkar sveiflur í þessum leik. Bretar taka leikhlé. 33. mín | 65-60 | Hörður Axel vill ekki vera minni maður og setur niður körfu. Bretar svara um hæl.33. mín | 63-58 | Þetta er einkasjóv. Martin með enn eina körfuna. 32. mín | 61-58 | Bretar taka leikhlé. Martin skoraði fyrstu stig fjórða leikhluta, en hann er stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Frábær leikur hjá stráknum. Þriðja leikhluta lokið | 59-58 | Hlynur skorar síðasta stig þriðja leikhluta af vítalínunni og kemur Íslandi yfir. Síðustu mínútur hafa verið góðar eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik. 30. mín | 58-56 | Logi kemur Íslandi yfir á nýjan leik. 28. mín | 51-51 | Allt jafnt á ný. Haukur setur niður skot. 26. mín | 41-47 | Munurinn orðinn sex stig. Hörður Axel að klikka á enn einu skotinu. 25. mín | 41-43 | Martin nennir ekki að vera undir, keyrir upp að körfunni og minnkar muninn í tvö stig. 24. mín | 39-43 | Martin skorar körfu góða og setur vítaskotið niður. Frábærlega gert. 24. mín | 36-43 | Clark setur niður þrist í hraðaupphlaupi. Sjö stiga munur. Pedersen tekur leikhlé. Ísland er ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. 22. mín | 34-37 | Hörður Axel verður að fara gera eitthvað. Hann er aðeins kominn með tvö stig úr sex skotum. 21. mín | 34-37 | Bretar komast í fyrsta skipti yfir í leiknum. Seinni hálfleikur hafinn | 34-34 | Þetta er komið af stað á ný. Bretar byrja með boltann. Hálfleikur | 34-34 | Bretar eru með örlítið betri skotnýtingu, 43,3% gegn 41,2% hjá Íslandi. Frákastabaráttan er jöfn, 19-19 og bæði lið hafa skorað 20 stig inni í teig. Ísland hefur tapað átta boltum, en Bretar sjö. Hálfleikur | 34-34 | Haukur Helgi Pálsson er stigahæstur í liði Íslands með níu stig, sjö þeirra í fyrsta leikhluta. Logi Gunnarsson kemur næstur með sjö stig. Hlynur Bæringsson er kominn með sex stig og níu fráköst. Pavel Ermolinskij er búinn að skora fimm stig og gefa sex stoðsendingar. Daniel Clark er atkvæðamestur gestanna með 13 stig og sex fráköst. Kieron Achara er kominn með 10 stig, en sex þeirra hafa komið af vítalínunni. Fyrri hálfleik lokið | 34-34 | Clark skorar síðustu stig hálfleiksins og jafnar metin. Hann er búinn að reynast íslenska liðinu erfiður. Annars er þetta búinn að vera tvískiptur leikur; Ísland var mun betri aðilinn í fyrsta leikhluta og leiddi að honum loknum, 22-10. Bretar mættu hins vegar ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta, minnkuðu muninn og náðu nokkrum sinnum að jafna leikinn. Það er spennandi seinni hálfleikur framundan. 20. mín | 34-31 | 38 sekúndur eftir af fyrri hálfleik. 20. mín | 33-31 | Hlynur skorar og fær víti að auki. Mikilvægt. 19. mín | 31-31 | Daniel Clark minnkar muninn í tvö stig og jafnar svo leikinn. 18. mín | 31-25 | Devon Van Oostrum minnkar muninn í fjögur af vítalínunni, en Haukur svarar með fallegri körfu. 16. mín | 28-20 | Martin með körfu eftir hraðaupphlaup og fær vítaskot að auki. Þetta kveikir í áhorfendum. 15. mín | 24-20 | Bretar eru að skora of auðveldar körfur. Sóknarleikur Íslands er sömuleiðis í stirðari kantinum. 13. mín | 24-18 | Afsakið stopular uppfærslur síðustu mínúturnar. Bretar hafa komið sterkir til í öðrum leikhluta og munurinn er kominn niður í sex stig. Pedersen tekur leikhlé. 10. mín | 22-8 | Martin skorar sín fyrstu stig. 9. mín | 20-4 | Pavel neglir niður þrist. 16 stiga munur! 8. mín | 17-4 | Ísland leiðir með 13 stigum. Pavel var að skoða sín fyrstu stig. Hann er auk þess kominn með fjórar stoðsendingar. 7. mín | 15-4 | Martin kemur inn fyrir Loga. 6. mín | 13-4 | Leikhlé. Flott byrjun hjá íslensku strákunum, þá sérstaklega Hauki sem er kominn með sjö stig. Vörnin er öflug og Bretar fá engin frí skot. 6. mín | 13-4 | 100 leikja maðurinn er kominn á blað. Setur niður þrist. Falleg sókn hjá Íslandi. 5. mín | 10-2 | Frábær byrjun Íslands. Haukur er kominn með sjö stig. 2. mín | 2-0 | Haukur Helgi Pálsson skorar fyrstu stig leiksins. Leikurinn er hafinn | 0-0 | Þetta er komið af stað. Góða skemmtun. Þjálfararnir Craig Pedersen og Arnar Guðjónsson fagna.vísir/vihelmFyrir leik: Íslendingar leika í hvítu og Bretar í bláu. Fyrir leik: Belginn Renaud Geller, Svíinn Apostolos Kalpakas og Clemens Fritz frá Þýskalandi dæma leikinn. Hendrik Van Ek frá Hollandi er eftirlitsmaður. Fyrir leik: Þjálfari Breta er Joe Prunty, en hann tók við liðinu í fyrra eftir að Chris Finch sagði starfi sínu lausu. Prunty er einnig aðstoðarþjálfari hjá Brooklyn Nets, en hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá San Antonio Spurs, Dallas Mavericks, Portland Trail Blazers og Cleveland Cavaliers. Hann varð NBA-meistari með Spurs 2003 og 2005. Fyrir leik: Loul Deng, leikmaður Miami Heat, og Joel Freeland, leikmaður Portland Trail Blazers, verða ekki með breska liðinu í undankeppninni. Fyrir leik: Bretar riðu heldur ekki feitum hesti frá Ólympíuleikunum á heimavelli 2012, þar sem liðið vann aðeins einn af fimm leikjum sínum. Fyrir leik: Bretar hafa verið með á síðustu þremur Evrópumótum. Í Póllandi 2009 töpuðu Bretar öllum þremur leikjum sínum og komust ekki upp úr riðlinum. Tveimur árum seinna í Litháen unnu Bretar tvo af fimm leikjum sínum sem dugði þó ekki til að komast í útsláttarkeppnina. Bretar unnu einnig tvo af fimm leikjum sínum í Slóveníu 2013, en líkt og tveimur árum áður dugði það ekki til að komast upp úr riðlinum. Fyrir leik: Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, verður heiðraður fyrir leikinn, en hann lék sinn 100. landsleik gegn Lúxemborg á dögunum. Leikmenn sem komast í 100 leikja klúbbinn fá gullúr að gjöf, en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, mun afhenda Loga úrið fyrir leik. Fyrir leik: Sem kunnugt er verður Jón Arnór Stefánsson ekki með íslenska liðinu í undankeppninni vegna tryggingamála. Það er því ljóst að aðrir leikmenn þurfa að stíga upp og draga vagninn. Fyrir leik: Þetta er fyrsti mótsleikur Íslands undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu af Peter Öqvist fyrr á þessu ári. Pedersen þjálfar einnig danska liðið Svendborg Rabbits, en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu undanfarin 11 ár. Aðstoðarþjálfari Pedersen hjá Svendborg er Arnar Guðjónsson, en hann aðstoðar Kanadamanninn einnig hjá landsliðinu ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Íslandsmeistara KR. Fyrir leik: Þjálfarar og leikmenn Íslands hafa talað um að þetta sé mikilvægasti leikurinn í riðlinum, en ljóst er að verkefnið verður erfitt vinnist ekki sigur í kvöld. Fyrir leik: Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðli sem inniheldur Bosníu, auk Íslands og Bretlands. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem átti að fara fram í Úkraínu, en vegna ástandsins þar í landi verður mótið ekki haldið þar. Átta lönd hafa sótt um að halda EM: Króatía, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísrael, Lettland, Pólland og Tyrkland. Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin á Boltavaktina. Hér verður fylgst með leik Íslands og Bretlands í undankeppni EM 2015 í körfubolta. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna frá blaðamanni Vísis á vellinum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Grasið er grænt, himininn er blár og Martin Hermannsson er góður í körfubolta. Þetta eru staðreyndir lífsins. Það var mikið áfall að missa Jón Arnór Stefánsson, fánabera landsliðsins til margra ára, út, en með samstilltu átaki, (lengst af) góðum varnarleik, áræðni í sóknarleiknum og frábærri frammistöðu frá ungu mönnunum, Martin og Hauki Helga Pálssyni, hafðist 13 stiga sigur á Bretlandi í fyrsta leik A-riðils í undankeppni EM 2015. Íslendingar mættu ákveðnir til leiks; varnarleikurinn var frábær og Haukur fór fyrir sóknarleiknum, en hann skoraði sjö stig í fyrsta leikhluta. Íslendingar náðu mest 16 stiga forystu, 20-4, þegar 1:30 mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Bretar náðu að laga stöðuna aðeins, en þegar leikhlutinn var allur leiddi Ísland með tólf stigum, 22-10.Martin Hermannsson var frábær í leiknum.vísir/vilhelmBretar komu sterkir til leiks í öðrum leikhluta og þeir fóru að saxa á forskot Íslands. Gestirnir breyttu stöðunni úr 24-12 í 24-20 og þeir náðu loks að jafna leikinn, 31-31, þegar 1:30 mínúta var eftir af fyrri hálfleik.Hlynur Bæringsson kom Íslandi aftur yfir, 34-31, en Daniel Clark sá til þess að staðan væri jöfn í leikhléi þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem leikklukkan gall. Clark var stigahæstur Breta í fyrri hálfleik með 13 stig, auk þess sem hann tók sex fráköst. Haukur var stigahæstur Íslendinga með níu stig, en Logi Gunnarsson kom næstur með sjö stig. Þá skoraði Hlynur sex stig í fyrri hálfleik og tók níu fráköst. Bretarnir voru áfram með undirtökin í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikur íslenska liðsins var stirður og gestirnir gengu á lagið. Þeir komust í fyrsta skipti yfir, 34-37, í upphafi seinni hálfleiks og þeir leiddu með sex stigum, 43-49, þegar 03:47 voru eftir af þriðja leikhluta.Jón Arnór Stefánsson var líflegur á hliðarlínunni.vísir/vilhelmEn þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra. Það rann æði á Martin og Hauk og þeir skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Um leið opnaðist fyrir samherja þeirra og Íslendingar keyrðu upp hraðann. Hlynur kom Íslandi yfir, 59-58, með síðasta stigi þriðja leikhluta og Ísland hélt uppteknum hætti í lokaleikhlutanum. Íslendingar juku muninn jafnt og þétt og um miðjan fjórða leikhluta var munurinn kominn í tveggja stafa tölu. Vörnin var frábær á þessum tíma og Bretarnir áttu engin svör. Íslendingar náðu mest 18 stiga forystu, 81-63, en gestirnir frá Bretlandi náðu að laga stöðuna aðeins fyrir leikslok. Lokatölur 83-70, Íslandi í vil. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið í riðlinum að gera og gefur leikmönnum íslenska liðsins eflaust mikið sjálfstraust fyrir næstu leiki. Haukur og Martin áttu báðir frábæran leik. Haukur skoraði 24 stig, tók níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum. Martin skoraði 22 stig, en hann var gríðarlega mikilvægur á þeim kafla þegar íslenska liðið var að koma sér inn í leikinn á ný. Þá skal framlag Hlyns og Pavels Ermolinskij ekki vanmetið, en þeir áttu báðir afbragðs leik. Hlynur skoraði 14 stig, tók 15 fráköst og spilaði frábæra vörn. Pavel hitti ekki vel (23,1%), en hann gaf 14 stoðsendingar og stjórnaði sóknarleik íslenska liðsins af mikilli festu. Clark var atkvæðamestur í liði Breta með 20 stig og átta fráköst. Kieron Achara kom næstur með 16 stig. Ísland mætir Bosníu í öðrum leik sínum í riðlinum 17. ágúst næstkomandi.Hörður Axel Vilhjálmsson í sókn fyrir Ísland í kvöld.vísir/vilhelmArnar: Þeir eru góðir í körfubolta Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Íslands, var að vonum sáttur eftir 13 stiga sigur á Bretlandi í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn var mjög sveiflukenndur, en hvernig fannst Arnari íslenska liðið spila? „Við hægðum aðeins of mikið á leiknum í öðrum leikhluta. Það gerði það að verkum að við klúðruðum nokkrum hraðaupphlaupum sem hleypti þeim aftur inn í leikinn. „Það var mjög dýrkeypt. Þegar við náðum tempóinu aftur upp í seinni hálfleik, þá leit þetta ágætlega út,“ sagði Arnar, en byrjunin á seinni hálfleik var Íslendingum erfið. „Byrjunin reyndist okkur strembin, en við breyttum áherslunum í sóknarleiknum um miðjan þriðja leikhluta og fórum að fórum að sækja meira á (Daniel) Clark og við það opnaðist völlurinn og við fengum auðveldari skot.“ Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson áttu báðir stórleik í kvöld. Hvað hafði Arnar um þeirra frammistöðu að segja? „Þeir eru góðir í körfubolta. Haukur var stórkostlegur í Evrópukeppninni í fyrra og allir Íslendingar vitu hversu megnugur Martin er. „Það er svo gaman að horfa á hann spila, því hann er svo öðruvísi leikmaður en flestir. Hann hefur stefnu- og hraðabreytingar sem unun er að horfa á,“ sagði Arnar og bætti við: „Þetta var lífsnauðsynlegur sigur upp á framhaldið að gera. Nú þurfum við að sigra Breta ytra og ef það gengur eftir er það vonandi EM sem bíður okkar.“Martin: Bjóst ekki við að skora svona mikið Martin Hermannsson var að vonum hæstánægður þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali eftir sigurinn á Bretlandi í kvöld. „Sigurinn er hrikalega mikilvægur upp á framhaldið að gera. Þetta var akkúrat það sem við þurftum og við höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Martin sem átti frábæran leik í kvöld. Hann skoraði 22 stig og átti hvað stærstan þátt í því að íslenska liðinu tókst að snúa erfiðri stöðu sér í vil. „Þetta gekk mjög vel. Ég bjóst ekki við að skora svona mikið, en ég ætlaði bara að leggja mitt af mörkum og hjálpa liðinu að vinna. „Mér leið vel inni á vellinum og fannst eins og ég gæti farið að körfunni og skorað. Þjálfarinn sagði mér að vera ákveðinn og ráðast á körfuna og ég ákvað að hlýða því,“ sagði Martin að lokum.Haukur: Spiluðum sem lið Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu í kvöld, en hann skoraði 24 stig, tók níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum í leiknum. Hver fannst honum vera lykilinn að sigrinum? „Við spiluðum sem lið - ekki sem einstaklingar. Það voru margir sem stigu upp og þetta var liðssigur,“ sagði Haukur og bætti við að það hefði verið erfitt að missa Jón Arnór Stefánsson út úr liðinu svona skömmu fyrir leik. „Þetta var ágætis sjokk, en við skildum þessa ákvörðun. Við þurftum að gleyma þessu sem fyrst og við gerðum það. „Það voru margir sem skiluðu sínu. Martin átti frábæran leik og það lögðust allir á eitt. Bretar voru yfir um miðjan þriðja leikhluta, en hvað breyttist hjá íslenska liðinu þá? „Við stóðumst áhlaupið og mér fannst við miklu betri og við ákváðum að sýna það í þriðja leikhluta,“ sagði Haukur sem sagði sigurinn mikilvægan. „Þetta var stór sigur og við erum komnir einu skrefi nær EM núna,“ sagði Haukur að lokum.Hlynur Bæringsson á ferðinni í Laugardalshöll.vísir/vilhelmLeik lokið | 83-70 | Lokaskot Pavels geigar. Ísland fagnar 13 stiga sigri. Frábær frammistaða síðasta korterið. Martin og Haukur Helgi voru magnaðir. 40. mín | 83-66 | Martin kórónar frábæra frammistöðu með þrist. Hann er búinn að vera óendanlega góður í seinni hálfleik. 38. mín | 81-63 | 18 stiga munur! 18 stiga munur! Hvaða sprell er þetta. Byrjunin á seinni hálfleik var erfið, en síðustu mínútur hafa verið mergjaðar. 38. mín | 79-63 | Hlynur setur niður þrist. Þvílíkur seinni hálfleikur hjá Íslandi! 37. mín | 74-60 | Fallegri sókn lýkur með körfu frá Hlyni. 14 stiga munur. Martin og Logi eru báðir með 4 villur. 36. mín | 72-60 | Martin með hraðaupphlaupskörfu. Hann er að gera alla brjálaða hérna. Íslendinga af gleði og Breta ... ekki úr gleði. 35. mín | 70-60 | Haukur neglir niður þristi úr hraðaupphlaupi! Tíu stiga munur! Þvílíkar sveiflur í þessum leik. Bretar taka leikhlé. 33. mín | 65-60 | Hörður Axel vill ekki vera minni maður og setur niður körfu. Bretar svara um hæl.33. mín | 63-58 | Þetta er einkasjóv. Martin með enn eina körfuna. 32. mín | 61-58 | Bretar taka leikhlé. Martin skoraði fyrstu stig fjórða leikhluta, en hann er stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Frábær leikur hjá stráknum. Þriðja leikhluta lokið | 59-58 | Hlynur skorar síðasta stig þriðja leikhluta af vítalínunni og kemur Íslandi yfir. Síðustu mínútur hafa verið góðar eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik. 30. mín | 58-56 | Logi kemur Íslandi yfir á nýjan leik. 28. mín | 51-51 | Allt jafnt á ný. Haukur setur niður skot. 26. mín | 41-47 | Munurinn orðinn sex stig. Hörður Axel að klikka á enn einu skotinu. 25. mín | 41-43 | Martin nennir ekki að vera undir, keyrir upp að körfunni og minnkar muninn í tvö stig. 24. mín | 39-43 | Martin skorar körfu góða og setur vítaskotið niður. Frábærlega gert. 24. mín | 36-43 | Clark setur niður þrist í hraðaupphlaupi. Sjö stiga munur. Pedersen tekur leikhlé. Ísland er ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. 22. mín | 34-37 | Hörður Axel verður að fara gera eitthvað. Hann er aðeins kominn með tvö stig úr sex skotum. 21. mín | 34-37 | Bretar komast í fyrsta skipti yfir í leiknum. Seinni hálfleikur hafinn | 34-34 | Þetta er komið af stað á ný. Bretar byrja með boltann. Hálfleikur | 34-34 | Bretar eru með örlítið betri skotnýtingu, 43,3% gegn 41,2% hjá Íslandi. Frákastabaráttan er jöfn, 19-19 og bæði lið hafa skorað 20 stig inni í teig. Ísland hefur tapað átta boltum, en Bretar sjö. Hálfleikur | 34-34 | Haukur Helgi Pálsson er stigahæstur í liði Íslands með níu stig, sjö þeirra í fyrsta leikhluta. Logi Gunnarsson kemur næstur með sjö stig. Hlynur Bæringsson er kominn með sex stig og níu fráköst. Pavel Ermolinskij er búinn að skora fimm stig og gefa sex stoðsendingar. Daniel Clark er atkvæðamestur gestanna með 13 stig og sex fráköst. Kieron Achara er kominn með 10 stig, en sex þeirra hafa komið af vítalínunni. Fyrri hálfleik lokið | 34-34 | Clark skorar síðustu stig hálfleiksins og jafnar metin. Hann er búinn að reynast íslenska liðinu erfiður. Annars er þetta búinn að vera tvískiptur leikur; Ísland var mun betri aðilinn í fyrsta leikhluta og leiddi að honum loknum, 22-10. Bretar mættu hins vegar ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta, minnkuðu muninn og náðu nokkrum sinnum að jafna leikinn. Það er spennandi seinni hálfleikur framundan. 20. mín | 34-31 | 38 sekúndur eftir af fyrri hálfleik. 20. mín | 33-31 | Hlynur skorar og fær víti að auki. Mikilvægt. 19. mín | 31-31 | Daniel Clark minnkar muninn í tvö stig og jafnar svo leikinn. 18. mín | 31-25 | Devon Van Oostrum minnkar muninn í fjögur af vítalínunni, en Haukur svarar með fallegri körfu. 16. mín | 28-20 | Martin með körfu eftir hraðaupphlaup og fær vítaskot að auki. Þetta kveikir í áhorfendum. 15. mín | 24-20 | Bretar eru að skora of auðveldar körfur. Sóknarleikur Íslands er sömuleiðis í stirðari kantinum. 13. mín | 24-18 | Afsakið stopular uppfærslur síðustu mínúturnar. Bretar hafa komið sterkir til í öðrum leikhluta og munurinn er kominn niður í sex stig. Pedersen tekur leikhlé. 10. mín | 22-8 | Martin skorar sín fyrstu stig. 9. mín | 20-4 | Pavel neglir niður þrist. 16 stiga munur! 8. mín | 17-4 | Ísland leiðir með 13 stigum. Pavel var að skoða sín fyrstu stig. Hann er auk þess kominn með fjórar stoðsendingar. 7. mín | 15-4 | Martin kemur inn fyrir Loga. 6. mín | 13-4 | Leikhlé. Flott byrjun hjá íslensku strákunum, þá sérstaklega Hauki sem er kominn með sjö stig. Vörnin er öflug og Bretar fá engin frí skot. 6. mín | 13-4 | 100 leikja maðurinn er kominn á blað. Setur niður þrist. Falleg sókn hjá Íslandi. 5. mín | 10-2 | Frábær byrjun Íslands. Haukur er kominn með sjö stig. 2. mín | 2-0 | Haukur Helgi Pálsson skorar fyrstu stig leiksins. Leikurinn er hafinn | 0-0 | Þetta er komið af stað. Góða skemmtun. Þjálfararnir Craig Pedersen og Arnar Guðjónsson fagna.vísir/vihelmFyrir leik: Íslendingar leika í hvítu og Bretar í bláu. Fyrir leik: Belginn Renaud Geller, Svíinn Apostolos Kalpakas og Clemens Fritz frá Þýskalandi dæma leikinn. Hendrik Van Ek frá Hollandi er eftirlitsmaður. Fyrir leik: Þjálfari Breta er Joe Prunty, en hann tók við liðinu í fyrra eftir að Chris Finch sagði starfi sínu lausu. Prunty er einnig aðstoðarþjálfari hjá Brooklyn Nets, en hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá San Antonio Spurs, Dallas Mavericks, Portland Trail Blazers og Cleveland Cavaliers. Hann varð NBA-meistari með Spurs 2003 og 2005. Fyrir leik: Loul Deng, leikmaður Miami Heat, og Joel Freeland, leikmaður Portland Trail Blazers, verða ekki með breska liðinu í undankeppninni. Fyrir leik: Bretar riðu heldur ekki feitum hesti frá Ólympíuleikunum á heimavelli 2012, þar sem liðið vann aðeins einn af fimm leikjum sínum. Fyrir leik: Bretar hafa verið með á síðustu þremur Evrópumótum. Í Póllandi 2009 töpuðu Bretar öllum þremur leikjum sínum og komust ekki upp úr riðlinum. Tveimur árum seinna í Litháen unnu Bretar tvo af fimm leikjum sínum sem dugði þó ekki til að komast í útsláttarkeppnina. Bretar unnu einnig tvo af fimm leikjum sínum í Slóveníu 2013, en líkt og tveimur árum áður dugði það ekki til að komast upp úr riðlinum. Fyrir leik: Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, verður heiðraður fyrir leikinn, en hann lék sinn 100. landsleik gegn Lúxemborg á dögunum. Leikmenn sem komast í 100 leikja klúbbinn fá gullúr að gjöf, en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, mun afhenda Loga úrið fyrir leik. Fyrir leik: Sem kunnugt er verður Jón Arnór Stefánsson ekki með íslenska liðinu í undankeppninni vegna tryggingamála. Það er því ljóst að aðrir leikmenn þurfa að stíga upp og draga vagninn. Fyrir leik: Þetta er fyrsti mótsleikur Íslands undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen sem tók við landsliðinu af Peter Öqvist fyrr á þessu ári. Pedersen þjálfar einnig danska liðið Svendborg Rabbits, en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu undanfarin 11 ár. Aðstoðarþjálfari Pedersen hjá Svendborg er Arnar Guðjónsson, en hann aðstoðar Kanadamanninn einnig hjá landsliðinu ásamt Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Íslandsmeistara KR. Fyrir leik: Þjálfarar og leikmenn Íslands hafa talað um að þetta sé mikilvægasti leikurinn í riðlinum, en ljóst er að verkefnið verður erfitt vinnist ekki sigur í kvöld. Fyrir leik: Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðli sem inniheldur Bosníu, auk Íslands og Bretlands. Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM sem átti að fara fram í Úkraínu, en vegna ástandsins þar í landi verður mótið ekki haldið þar. Átta lönd hafa sótt um að halda EM: Króatía, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísrael, Lettland, Pólland og Tyrkland. Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin á Boltavaktina. Hér verður fylgst með leik Íslands og Bretlands í undankeppni EM 2015 í körfubolta. Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti