Rory hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. ágúst 2014 06:00 Rory McIlroy er nær óstöðvandi þessa dagana. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er með eins höggs forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í kvöld. Rory spilaði Valhalla-völlinn í Kentucky í gærkvöldi á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er í heildina á tólf höggum undir pari. Hann byrjaði rólega og var einu höggi undir pari eftir þrjá fugla og tvo skolla á fyrstu tólf holunum, en eins og fleiri kylfingar nýtti hann sér síðustu fjórar holurnar vel og fékk þar þrjá fugla. Rory er búinn að vera í miklu stuði að undanförnu, en hann vann opna breska meistaramótið á dögunum og WCG Bridgestone-mótið um síðustu helgi. Hann getur með sigri í kvöld unnið sitt fjórða risamót á ferlinum (opna bandaríska 2011, opna breska 2014, PGA 2012) aðeins 25 ára gamall. Þá verða aðeins tveir kylfingar sem spila í dag með fleiri risatitla en hann (Phil Mickelson 5 og Tiger Woods 14). Austurríkismaðurinn BerndWiesberger er afar óvænt í öðru sæti, en hann spilaði frábærlega í gær. Wiesberger, sem komst í gegnum niðurskurðinn í annað skiptið í sex tilraunum á risamóti, spilaði hringinn á 65 höggum, eða sex höggum undir pari. Hann átti högg dagsins, en annað högg hans inn á 17. flöt endaði aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni og var ekki langt frá því að detta ofan í fyrir erni. Bandaríkjamennirnir RickieFowler (-11) og PhilMickelson (-10) koma næstir, en þeir voru báðir á fjórum höggum undir pari á þriðja hringnum og spila saman í kvöld. Mótið er gífurlega jafnt og spennandi því Ástralinn JasonDay er einnig á tíu höggum undir pari og svo eru þrír menn á níu höggum undir pari; Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen, Svíinn Henrik Stenson og Finninn MikkoIlonen.Útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira