Fótbolti

Emil spilar með súperstjörnum í Friðarleik Páfans á mánudagskvöldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Vísir/Getty
Íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni hefur verið boðið að taka þátt í Friðarleik Francis páfa sem fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm á mánudagskvöldið.

Emil verður fulltrúi Ásatrúarmanna og Norður-Evrópu í leiknum en þar mun hann hitta marga af frægustu knattspyrnumönnum heims.

Lionel Messi, Gianluigi Buffon, Zinedine Zidane, Javier Zanetti, Roberto Baggio, Andrea Pirlo, Samuel Eto'o, Roberto Baggio, Filippp Inzaghi og Ronaldinho mæta allir í leikinn og Diego Armando Maradona verður líka á staðnum þó að hann fari ekki í takkaskóna.

Javier Zanetti valdi Emil í sitt lið í leiknum en Luca Toni, liðsfélagi Emils hjá Hellas Verona og Juan Iturbe, fyrrum liðsfélagi hans hjá Verona og núverandi leikmaður Roma, verður þarna líka.

Zanetti er fyrirliði annars liðsins en Gianluigi Buffon er fyrirliði hins liðsins.

Hér fyrir neðan má sjá Emil spreyta sig á ítölskunni þar sem hann talar um Friðarleik Francis páfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×