Innlent

Bíða í von og óvon fyrir utan fundinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Blaðamenn DV bíða fregna.
Blaðamenn DV bíða fregna. Vísir/ANTON
Nú fer fram aðalfundur hlutafélags DV, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins. Með nýrri stjórn er hægt að ráða nýjan framkvæmdastjóra félagsins og þar með nýjan ritstjóra.

Fundmenn sitja á rökstólum á Hotel Natura í Reykjavík en fyrir utan fundarsalinn þar sem tekist er á bíða starfsmenn blaðsins í ofvæni eftir nýjustu fregnum um framtíð miðilsins.

Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, segir andrúmsloftið einkennast af óvissu. „Þetta er ekki í okkar höndum og maður ræður engu. Það eina sem maður vill er að ritstjórnin geti fengið starfa sjálfstætt frá peningaöflum“

Blaðamenn á DV sendu frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem þeir lýstu þungum áhyggjum af framtíð fjölmiðilsins þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða aðilar eru á bak við uppkaup á hlutafé í félaginu.

Í yfirlýsingu frá blaðamönnum undirstrikuðu þeir mikilvægi þess að fjölmiðillinn yrði áfram frjáls og óháður og að ekki yrði vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði þeirra þrátt fyrir yfirvofandi breytingar á eignarhaldi og stjórn útgáfufélagsins.

Þeir hörmuðu þá einnig orð Björns Leifssonar, eiganda World Class um blaðið og ritstjóra þess en hann sagðist vilja bola burt núverandi ritstjóra, Reyni Traustasyni, sem lið í því að breyta stefnu blaðsins. 


Tengdar fréttir

Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar

Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins.

Lofar fjörugum aðalfundi DV

Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins

Kaupir hlut í DV og vill Reyni út

Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class.

Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag

Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×