„Þetta var ógurlega tignarlegt“ Hrund Þórsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 10:34 Þorsteinn Jónsson, tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun Íslands, segir gosið hafa verið lítið en tignarlegt. Þorsteinn Jónsson, tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun Íslands, hefur undanfarið dvalið í skálanum Dreka, rétt hjá Öskju, ásamt hópi vísindamanna frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni. Tilgangurinn er að setja út skjálftamæla í kringum eldstöðina og fjölga gps mælum á svæðinu. „Við vorum vakin um miðnætti af Almannavörnum og beðin að fara inn eftir til að kanna hvort það það gæti verið komið gos, því það hefði sést á vefmyndavél. Við rukum bara af stað og horfðum á þetta gos. Það var mjög tignarlegt í smátíma, svona hefðbundið sprungugos,“ segir Þorsteinn. Hann segir sprunguna hafa verið um einn til einn og hálfur kílómetri á lengd. „Þetta var tignarlegt í smástund, svo sjatnaði það en rauk svo upp aftur og þetta gekk svona fram undir klukkan fjögur, þá var þetta eiginlega búið.“ Þorsteinn segir gosið hafa verið lítið en hann fylgdist með því úr aðeins um fimm kílómetra fjarlægð. „Við upplifðum ekki beint hræðslu en maður verður dálítið stressaður, þetta var ógurlega tignarlegt eins og alltaf þegar eldgos eru.“ Þegar Þorsteinn yfirgaf gossvæðið um klukkan hálfsex í morgun var gosinu sjálfu lokið en hann segir mikla gufu hafa stigið upp frá svæðinu. Óljóst er hvað tekur við hjá vísindamönnunum, sem nú eru í Dreka. „Við ætlum að reyna að klára eitthvað af þessum verkefnum sem við komum hingað til að sinna en svo er bara spurning hvað má og hvort það er eitthvað vit í því. Við eigum eftir að ráða ráðum okkar ásamt Almannavörnum og öðrum.“ Tengdar fréttir Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð "Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“ 29. ágúst 2014 02:42 Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31 Bein útsending frá eldgosinu í Holuhrauni Fylgjast má með gangi mála í vefmyndavél Mílu. 29. ágúst 2014 03:18 Sigkatlar gætu verið frá afboðaða gosinu á laugardag Líklegast er að bráð frá sigkötlum í Vatnajökli hafi runnið til Grímsvatna. Jarðvísindamenn útiloka ekki að ummerki séu komin fram frá því sem Veðurstofan taldi á laugardag vera eldgos. Kvika skríður áfram til Öskju. 29. ágúst 2014 17:00 Hér er gosið Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS. 29. ágúst 2014 05:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Þorsteinn Jónsson, tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun Íslands, hefur undanfarið dvalið í skálanum Dreka, rétt hjá Öskju, ásamt hópi vísindamanna frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni. Tilgangurinn er að setja út skjálftamæla í kringum eldstöðina og fjölga gps mælum á svæðinu. „Við vorum vakin um miðnætti af Almannavörnum og beðin að fara inn eftir til að kanna hvort það það gæti verið komið gos, því það hefði sést á vefmyndavél. Við rukum bara af stað og horfðum á þetta gos. Það var mjög tignarlegt í smátíma, svona hefðbundið sprungugos,“ segir Þorsteinn. Hann segir sprunguna hafa verið um einn til einn og hálfur kílómetri á lengd. „Þetta var tignarlegt í smástund, svo sjatnaði það en rauk svo upp aftur og þetta gekk svona fram undir klukkan fjögur, þá var þetta eiginlega búið.“ Þorsteinn segir gosið hafa verið lítið en hann fylgdist með því úr aðeins um fimm kílómetra fjarlægð. „Við upplifðum ekki beint hræðslu en maður verður dálítið stressaður, þetta var ógurlega tignarlegt eins og alltaf þegar eldgos eru.“ Þegar Þorsteinn yfirgaf gossvæðið um klukkan hálfsex í morgun var gosinu sjálfu lokið en hann segir mikla gufu hafa stigið upp frá svæðinu. Óljóst er hvað tekur við hjá vísindamönnunum, sem nú eru í Dreka. „Við ætlum að reyna að klára eitthvað af þessum verkefnum sem við komum hingað til að sinna en svo er bara spurning hvað má og hvort það er eitthvað vit í því. Við eigum eftir að ráða ráðum okkar ásamt Almannavörnum og öðrum.“
Tengdar fréttir Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð "Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“ 29. ágúst 2014 02:42 Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31 Bein útsending frá eldgosinu í Holuhrauni Fylgjast má með gangi mála í vefmyndavél Mílu. 29. ágúst 2014 03:18 Sigkatlar gætu verið frá afboðaða gosinu á laugardag Líklegast er að bráð frá sigkötlum í Vatnajökli hafi runnið til Grímsvatna. Jarðvísindamenn útiloka ekki að ummerki séu komin fram frá því sem Veðurstofan taldi á laugardag vera eldgos. Kvika skríður áfram til Öskju. 29. ágúst 2014 17:00 Hér er gosið Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS. 29. ágúst 2014 05:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð "Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“ 29. ágúst 2014 02:42
Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00
Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng "Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands. 29. ágúst 2014 02:31
Bein útsending frá eldgosinu í Holuhrauni Fylgjast má með gangi mála í vefmyndavél Mílu. 29. ágúst 2014 03:18
Sigkatlar gætu verið frá afboðaða gosinu á laugardag Líklegast er að bráð frá sigkötlum í Vatnajökli hafi runnið til Grímsvatna. Jarðvísindamenn útiloka ekki að ummerki séu komin fram frá því sem Veðurstofan taldi á laugardag vera eldgos. Kvika skríður áfram til Öskju. 29. ágúst 2014 17:00
Hér er gosið Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS. 29. ágúst 2014 05:12