Enski boltinn

Hodgson hefur áhyggjur af líkamsástandi Shaw

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Luke Shaw æfði aukalega með þrekþjálfara í æfingaferð Manchester United um Bandaríkin.
Luke Shaw æfði aukalega með þrekþjálfara í æfingaferð Manchester United um Bandaríkin. Vísir/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, viðurkenndi í gær að hann hefði rætt við Luke Shaw á Heimsmeistaramótinu um líkamsástandið á honum.

Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, gagnrýndi æfingaraðferðir Shaw á dögunum og sagði að hann væri ekki í formi eftir að Manchester United greiddi Southampton 28 milljónir punda fyrir vinstri bakvörðinn.

Hodgson valdi Shaw nokkuð óvænt í enska hópinn fyrir Heimsmeistaramótið í sumar og viðurkenndi að það hefði komið honum á óvart hvað Shaw væri í lélegu formi.

„Við minntumst á þetta við hann nokkrum sinnum í sumar þegar við vorum að æfa fyrir Heimsmeistaramótið. Hann gæti verið í betra standi en líkami hans er að þroskast og ég er viss um að hann muni líta betur út með aldrinum. Hann virtist ekki lenda í vandræðum í leikjunum sem ég sá hann spila í.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×