Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2014 20:00 Þorsteinn Guðnason og Reynir Traustason. mynd/bloggsíða þorsteins/pjetur „Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni,“ segir í yfirlýsingu sem Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður og hluthafi í DV ehf., hefur sent frá sér varðandi deilumálið um eignarhaldið á DV. Starfsmenn DV hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins og lýsa þau því sem tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku, þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvaða aðilar það eru sem fjármagna kaupin. Reynir Traustason ritstjóri DV reiknar með því að hætta störfum á föstudaginn í kjölfar þeirra breytinga á eignarhaldi miðilsins, sem átt hafa sér stað að undanförnu.Hefur forðað DV frá gjaldþroti „Á undanförnum tveimur árum hef ég ítrekað orðið við hjálparbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra blaðsins, um að koma með fé inn í fyrirtækið DV ehf til að forða því frá gjaldþroti og greiða upp háar skuldir sem safnast höfðu saman í opinberum gjöldum. Hlaupa þessar upphæðir á mörgum tugum milljóna króna.“ Þorsteinn segir einnig að hvernig sá sem ítrekað hafi komið fyrirtækinu til bjargar, geti allt í einu orðið óvinurinn undir rúminu, sé sjálfstætt rannsóknarefni. „Aftur er eina skýringin, að Reynir hafi ekki gert sínum nánustu samstarfsmönnum rétta grein fyrir stöðu mála og sé nú í einhverri örvæntingu að reyna að skrifa söguna eftirá.“ Þorsteinn vill meina að staðreyndin sé sú að félög í minni eigu hafa keypt hlutafé og lánað umtalsvert fjármagn til hlutafjárkaupa í DV á undanförnum mánuðum, aðallega fyrir orð Reynis Traustasonar. „Hefur það verið gert í því skyni að treysta rekstur blaðsins, koma því í öruggt fjárhagslegt skjól og tryggja framtíð þess sem frjáls og óháðs fjölmiðils. Hefði ekki komið til þessara aðgerða, væri DV ekki gefið út í dag.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að Þorsteinn hafi tekið eftir því undanfarna daga, að ritstjórinn hafi áhyggjur af fjárhagslegum burðum sínum. „Þær áhyggjur eru ástæðulausar og voru ekki til staðar hjá Reyni í þau ótal skipti sem hann hefur haft samband við mig eða viðskiptafélaga mína í því skyni að ná í meira fjármagn í formi lána eða hlutafjár. Hugur minn hefur alls ekki staðið til þess að taka yfir rekstur DV. Ég hef ítrekað farið fram á það við ritstjóra DV, að hann greiði umræddar skuldir til baka og eignist þannig blaðið.“ Því næst vitnar Þorsteinn skeyti sem hann sendi ritstjóranum 13. Febrúar 2014. Samskipti þeirra má lesa hér að neðan.Samskipti Þorteins og Reynis:„Kæri Reynir, Ég árétta enn eindreginn vilja Umgjarðar ehf. og Tryggva Geirs ehf., sem við höfum rætt ítrekað frá því snemma sl. haust, að selja hlutabréf okkar í DV ehf. og að þú greiðir skuld þína vegna hlutafjárkaupa Ólafstúns ehf. Í kjölfarið mun ég segja af mér sem stjórnarformaður og boða til hluthafafundar til að kjósa nýja stjórn. Þetta er hér með ítrekað enn einn ganginn og mér þætti vænt um að þú gengir í málið svo fljótt sem kostur er.Á meðan mun ég gegna skyldu minni sem stjórnarformaður. Ein af ástæðum þess að ég vil selja, sem er þó ekki meginástæðan, er að samskipti stjórnarformanns og framkvæmdastjóra eru ekki sem skyldi. Sökin er beggja sem jafnan er þegar tveir deila, ég firri mig ekki ábyrgð í því. Ég tel að framkvæmdastjóri hafi marga kosti og hann hefur staðið sig vel við fjármálastjórnun við erfiðar aðstæður. Framkvæmdastjóra skortir hins vegar nauðsynlega grundvallarþekkingu í viðskiptastjórnun, ofl., til að sinna þessu starfi að mínu viti. Eins og hefur komið áður fram í okkar samtölum vil ég stíga niður sem stjórnarformaður og gera ykkur kleift að halda áfram að byggja upp félagið, sem þið hafið haft forgöngu um, og gera það eftir ykkar höfði. Þið getið það með því að losa okkur við hlutabréfin.“Svar barst frá ritstjóranum um hæl, sem hljóðaði svo: „Sæll Þorsteinn. Set málið strax í gang. rt“.Þorsteinn segir ennfremur að síðan hafi ekkert gerst, utan að stjórn DV ehf. hafi að undanförnu verið óstarfhæf þar sem hún endurspegli engan veginn vægi hluthafa og vilja raunverulegra eigenda. „Fyrstu raunverulegu viðbrögð Reynis Traustasonar og félaga við eðlilegum óskum þeirra sem komu félagi hans og DV til bjargar, er að bola undirrituðum úr sæti stjórnarformanns, neita að greiða skuldir og hafa uppi tilhæfulausar ásakanir varðandi síðuna eirikurjonsson.is um gjörning sem fyrir löngu hefur verið til lykta leiddur í stjórn og enginn ágreiningur var um.“ „Af öllu framansögðu getur hver sem er, mótað sér sína afstöðu til þess hvort ásakanir í minn garð um fjandsamlega yfirtöku eiga við rök að styðjast. Ég er aðeins að gæta minna hagsmuna og hef ekkert annað í hyggju en efla blaðið á komandi mánuðum og misserum.“ Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að fyrirtækið Laugar ehf, sem er í eigu Björn Leifssonar í World Class, hafi keypt 4,42% hlut í DV og sagði Björn í samtalið við Vísi í gær að hann vildi koma Reyni Traustasyni frá störfum. „Að gefnu tilefni skal tekið fram, að kaup Björns Leifssonar og Lauga ehf á litlum hlut í DV ehf eru ekki á mínum vegum. Ýmsir smærri hluthafar afréðu að selja honum sinn hlut í blaðinu og er það aðeins jákvætt merki þess að virkur markaður sé með hluti í þessu fyrirtæki eins og öðrum. Er hann boðinn velkominn í hluthafahópinn, en einstakir hluthafar móta vitaskuld ekki ritstjórnarstefnu fjölmiðla né hafa með mannaforráð að gera.“ Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Indriði skoraði í Íslendingaslag Indriði var á skotsónum þegar Viking vann Sogndal, 4-2 16. ágúst 2014 15:29 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni,“ segir í yfirlýsingu sem Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður og hluthafi í DV ehf., hefur sent frá sér varðandi deilumálið um eignarhaldið á DV. Starfsmenn DV hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins og lýsa þau því sem tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku, þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvaða aðilar það eru sem fjármagna kaupin. Reynir Traustason ritstjóri DV reiknar með því að hætta störfum á föstudaginn í kjölfar þeirra breytinga á eignarhaldi miðilsins, sem átt hafa sér stað að undanförnu.Hefur forðað DV frá gjaldþroti „Á undanförnum tveimur árum hef ég ítrekað orðið við hjálparbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra blaðsins, um að koma með fé inn í fyrirtækið DV ehf til að forða því frá gjaldþroti og greiða upp háar skuldir sem safnast höfðu saman í opinberum gjöldum. Hlaupa þessar upphæðir á mörgum tugum milljóna króna.“ Þorsteinn segir einnig að hvernig sá sem ítrekað hafi komið fyrirtækinu til bjargar, geti allt í einu orðið óvinurinn undir rúminu, sé sjálfstætt rannsóknarefni. „Aftur er eina skýringin, að Reynir hafi ekki gert sínum nánustu samstarfsmönnum rétta grein fyrir stöðu mála og sé nú í einhverri örvæntingu að reyna að skrifa söguna eftirá.“ Þorsteinn vill meina að staðreyndin sé sú að félög í minni eigu hafa keypt hlutafé og lánað umtalsvert fjármagn til hlutafjárkaupa í DV á undanförnum mánuðum, aðallega fyrir orð Reynis Traustasonar. „Hefur það verið gert í því skyni að treysta rekstur blaðsins, koma því í öruggt fjárhagslegt skjól og tryggja framtíð þess sem frjáls og óháðs fjölmiðils. Hefði ekki komið til þessara aðgerða, væri DV ekki gefið út í dag.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að Þorsteinn hafi tekið eftir því undanfarna daga, að ritstjórinn hafi áhyggjur af fjárhagslegum burðum sínum. „Þær áhyggjur eru ástæðulausar og voru ekki til staðar hjá Reyni í þau ótal skipti sem hann hefur haft samband við mig eða viðskiptafélaga mína í því skyni að ná í meira fjármagn í formi lána eða hlutafjár. Hugur minn hefur alls ekki staðið til þess að taka yfir rekstur DV. Ég hef ítrekað farið fram á það við ritstjóra DV, að hann greiði umræddar skuldir til baka og eignist þannig blaðið.“ Því næst vitnar Þorsteinn skeyti sem hann sendi ritstjóranum 13. Febrúar 2014. Samskipti þeirra má lesa hér að neðan.Samskipti Þorteins og Reynis:„Kæri Reynir, Ég árétta enn eindreginn vilja Umgjarðar ehf. og Tryggva Geirs ehf., sem við höfum rætt ítrekað frá því snemma sl. haust, að selja hlutabréf okkar í DV ehf. og að þú greiðir skuld þína vegna hlutafjárkaupa Ólafstúns ehf. Í kjölfarið mun ég segja af mér sem stjórnarformaður og boða til hluthafafundar til að kjósa nýja stjórn. Þetta er hér með ítrekað enn einn ganginn og mér þætti vænt um að þú gengir í málið svo fljótt sem kostur er.Á meðan mun ég gegna skyldu minni sem stjórnarformaður. Ein af ástæðum þess að ég vil selja, sem er þó ekki meginástæðan, er að samskipti stjórnarformanns og framkvæmdastjóra eru ekki sem skyldi. Sökin er beggja sem jafnan er þegar tveir deila, ég firri mig ekki ábyrgð í því. Ég tel að framkvæmdastjóri hafi marga kosti og hann hefur staðið sig vel við fjármálastjórnun við erfiðar aðstæður. Framkvæmdastjóra skortir hins vegar nauðsynlega grundvallarþekkingu í viðskiptastjórnun, ofl., til að sinna þessu starfi að mínu viti. Eins og hefur komið áður fram í okkar samtölum vil ég stíga niður sem stjórnarformaður og gera ykkur kleift að halda áfram að byggja upp félagið, sem þið hafið haft forgöngu um, og gera það eftir ykkar höfði. Þið getið það með því að losa okkur við hlutabréfin.“Svar barst frá ritstjóranum um hæl, sem hljóðaði svo: „Sæll Þorsteinn. Set málið strax í gang. rt“.Þorsteinn segir ennfremur að síðan hafi ekkert gerst, utan að stjórn DV ehf. hafi að undanförnu verið óstarfhæf þar sem hún endurspegli engan veginn vægi hluthafa og vilja raunverulegra eigenda. „Fyrstu raunverulegu viðbrögð Reynis Traustasonar og félaga við eðlilegum óskum þeirra sem komu félagi hans og DV til bjargar, er að bola undirrituðum úr sæti stjórnarformanns, neita að greiða skuldir og hafa uppi tilhæfulausar ásakanir varðandi síðuna eirikurjonsson.is um gjörning sem fyrir löngu hefur verið til lykta leiddur í stjórn og enginn ágreiningur var um.“ „Af öllu framansögðu getur hver sem er, mótað sér sína afstöðu til þess hvort ásakanir í minn garð um fjandsamlega yfirtöku eiga við rök að styðjast. Ég er aðeins að gæta minna hagsmuna og hef ekkert annað í hyggju en efla blaðið á komandi mánuðum og misserum.“ Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að fyrirtækið Laugar ehf, sem er í eigu Björn Leifssonar í World Class, hafi keypt 4,42% hlut í DV og sagði Björn í samtalið við Vísi í gær að hann vildi koma Reyni Traustasyni frá störfum. „Að gefnu tilefni skal tekið fram, að kaup Björns Leifssonar og Lauga ehf á litlum hlut í DV ehf eru ekki á mínum vegum. Ýmsir smærri hluthafar afréðu að selja honum sinn hlut í blaðinu og er það aðeins jákvætt merki þess að virkur markaður sé með hluti í þessu fyrirtæki eins og öðrum. Er hann boðinn velkominn í hluthafahópinn, en einstakir hluthafar móta vitaskuld ekki ritstjórnarstefnu fjölmiðla né hafa með mannaforráð að gera.“
Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Indriði skoraði í Íslendingaslag Indriði var á skotsónum þegar Viking vann Sogndal, 4-2 16. ágúst 2014 15:29 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Indriði skoraði í Íslendingaslag Indriði var á skotsónum þegar Viking vann Sogndal, 4-2 16. ágúst 2014 15:29
Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51
Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27