Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Randver Kári Randversson skrifar 27. ágúst 2014 13:27 Björn Leifsson, Reynir Traustason og fleiri takast þessa dagana á um yfirráð DV. Vísir/E.Ól./Stefán Reynir Traustason ritstjóri DV reiknar með því að hætta störfum á föstudaginn í kjölfar þeirra breytinga á eignarhaldi miðilsins, sem átt hafa sér stað að undanförnu. Þetta kom fram í viðtali við Reyni í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Reynir sagðist þar ekki geta unnið með mönnum eins og Birni Leifssyni eða Þorsteini Guðnasyni. Eins og sagt var frá í gær hefur fyrirtækið Laugar ehf, sem er í eigu Björn Leifssonar í World Class, keypt 4,42% hlut í DV og sagði Björn í samtalið við Vísi í gær að hann vildi koma Reyni Traustasyni frá störfum. „Auðvitað veit ég að hann vill hafa áhrif á fjölmiðilinn. Þarna er fólk að sjá algjörlega nakta tilraun til þess að kaupa út tjáningarfrelsið,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV í samtali við Vísi. Reynir segir skrýtið að menn leggi í fjárfestingar til þess eins að bola sér úr ritstjórastólnum. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. „Þetta er algjörlega nakin tilraun til þess að þagga niður í fjölmiðli. Það er það sem hann ætlar sér, hann vill bara tryggja sér þögn. Björn Kristmann Leifsson er í máli við DV út af því að við höfum rofið friðhelgi einkalífs hans í ótal tilvikum á átta árum. Við höfum sagt frá glamúrnum í lífi hans, sagt frá afskriftunum, útrásarævintýrinu hans. Ég minni á það að þessi maður hefur verið algjörlega tilbúinn til þess að hringla skartgripunum sínum framan í Séð og heyrt. En hann er ekki til í að láta fjalla um svartar hliðar lífs síns,“ segir Reynir. Mun koma aftur þótt óvinurinn nái að hrekja hann í burtu Reynir segir að sér séu allir vegir færir þótt hann víki úr starfi ritstjóra DV. Hann segist frekar hafa áhyggjur af stöðu DV, sem fjölmiðils. „Ég óttast um stöðu DV, ég óttast um stöðu þessa frjálsa fjölmiðils á landi þar sem fjölmiðlar eru mikið niðurnjörvaðir í eignarhald. Ég óttast ekkert um sjálfan mig, mér eru allir vegir færir. Ef það er þannig að það verður hægt að reka mig á mánudaginn, þá mun ég fara til fjalla og njóta lífsins, en ég mun koma aftur.“ Reynir segist vona að ritstjórn DV muni ekki láta láta nýja eigendur hafa áhrif á sig. Aðkoma Björns Leifssonar að eignarhaldinu séu slæm tíðindi fyrir starfsfólk miðilsins, sem og aðra hluthafa DV. „Ég treysti því og trúi að ritstjórn DV, með eða án mín, muni passa upp á það að láta ekki einhver rustamenni þagga niður í sér. Ég veit reyndar að það er þannig, þetta er sterk ritstjórn og góð. Ég sé hérna vanlíðan á hverjum manni þegar nefndur er Bjössi í World Class. Hann er svartur blettur á hluthafahópi DV,“ segir Reynir „Ég er afskaplega glaður maður, og ég er alveg til í að hverfa ef að óvinurinn nær að hrekja mig í burtu. En ég mun alltaf koma aftur. Ef að ég verð rekinn þá er það bara enn einn ritstjórinn á einni viku. Þá segi ég bara: Menn skulu ekkert halda að ég fari langt. Það er mesti misskilningur,“ segir Reynir að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal Harmageddon við Reyni í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis. Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði" Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ritstjóranum. 7. febrúar 2014 16:44 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Reynir Traustason ritstjóri DV reiknar með því að hætta störfum á föstudaginn í kjölfar þeirra breytinga á eignarhaldi miðilsins, sem átt hafa sér stað að undanförnu. Þetta kom fram í viðtali við Reyni í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Reynir sagðist þar ekki geta unnið með mönnum eins og Birni Leifssyni eða Þorsteini Guðnasyni. Eins og sagt var frá í gær hefur fyrirtækið Laugar ehf, sem er í eigu Björn Leifssonar í World Class, keypt 4,42% hlut í DV og sagði Björn í samtalið við Vísi í gær að hann vildi koma Reyni Traustasyni frá störfum. „Auðvitað veit ég að hann vill hafa áhrif á fjölmiðilinn. Þarna er fólk að sjá algjörlega nakta tilraun til þess að kaupa út tjáningarfrelsið,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV í samtali við Vísi. Reynir segir skrýtið að menn leggi í fjárfestingar til þess eins að bola sér úr ritstjórastólnum. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. „Þetta er algjörlega nakin tilraun til þess að þagga niður í fjölmiðli. Það er það sem hann ætlar sér, hann vill bara tryggja sér þögn. Björn Kristmann Leifsson er í máli við DV út af því að við höfum rofið friðhelgi einkalífs hans í ótal tilvikum á átta árum. Við höfum sagt frá glamúrnum í lífi hans, sagt frá afskriftunum, útrásarævintýrinu hans. Ég minni á það að þessi maður hefur verið algjörlega tilbúinn til þess að hringla skartgripunum sínum framan í Séð og heyrt. En hann er ekki til í að láta fjalla um svartar hliðar lífs síns,“ segir Reynir. Mun koma aftur þótt óvinurinn nái að hrekja hann í burtu Reynir segir að sér séu allir vegir færir þótt hann víki úr starfi ritstjóra DV. Hann segist frekar hafa áhyggjur af stöðu DV, sem fjölmiðils. „Ég óttast um stöðu DV, ég óttast um stöðu þessa frjálsa fjölmiðils á landi þar sem fjölmiðlar eru mikið niðurnjörvaðir í eignarhald. Ég óttast ekkert um sjálfan mig, mér eru allir vegir færir. Ef það er þannig að það verður hægt að reka mig á mánudaginn, þá mun ég fara til fjalla og njóta lífsins, en ég mun koma aftur.“ Reynir segist vona að ritstjórn DV muni ekki láta láta nýja eigendur hafa áhrif á sig. Aðkoma Björns Leifssonar að eignarhaldinu séu slæm tíðindi fyrir starfsfólk miðilsins, sem og aðra hluthafa DV. „Ég treysti því og trúi að ritstjórn DV, með eða án mín, muni passa upp á það að láta ekki einhver rustamenni þagga niður í sér. Ég veit reyndar að það er þannig, þetta er sterk ritstjórn og góð. Ég sé hérna vanlíðan á hverjum manni þegar nefndur er Bjössi í World Class. Hann er svartur blettur á hluthafahópi DV,“ segir Reynir „Ég er afskaplega glaður maður, og ég er alveg til í að hverfa ef að óvinurinn nær að hrekja mig í burtu. En ég mun alltaf koma aftur. Ef að ég verð rekinn þá er það bara enn einn ritstjórinn á einni viku. Þá segi ég bara: Menn skulu ekkert halda að ég fari langt. Það er mesti misskilningur,“ segir Reynir að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal Harmageddon við Reyni í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis.
Tengdar fréttir Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði" Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ritstjóranum. 7. febrúar 2014 16:44 Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51 Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14
„Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði" Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ritstjóranum. 7. febrúar 2014 16:44
Starfsmenn DV áhyggjufullir um stöðu sína Telja þeir að fráfarandi stjórnarformaður, Þorsteinn Guðnason, sé mótfallinn því að DV greiði málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. 15. ágúst 2014 14:51
Veit ekki hvaða öfl eru komin til sögunnar Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir breytingar á eignarhaldi blaðsins aðför að frjálsri blaðamennsku. 16. ágúst 2014 14:18