Bíó og sjónvarp

Glittir í Ísland í nýrri stiklu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ný stikla úr kvikmyndinni Interstellar er komin á netið en myndin verður frumsýnd vestan hafs þann 7. nóvember.

Ekki er um mikið nýtt efni að ræða síðan í síðustu stiklu sem sást úr myndinni en ef grannt er skoðað má sjá glitta í Ísland hér og þar.

Myndin, sem er leikstýrt af Christopher Nolan, var tekin upp að hluta til hér á landi síðasta sumar, til dæmis á Svínafellsjökli.

Rúmlega þrjú hundruð manna tökulið vann við myndina, þar á meðal hundrað Íslendingar en það var íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem aðstoðaði við tökurnar.

Í aðalhlutverkum í Interstellar eru Matthew McConaughey, Matt Damon, Anne Hathaway, Jessica Chastain og Casey Affleck.


Tengdar fréttir

Bjargaði McConaughey um munntóbak

Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum.

Kvikmyndastjörnur koma á laugardag

Interstellar, ný kvikmynd Hollywoodleikstjórans Christopher Nolan, verður að stórum hluta tekin upp hér á landi. Von er á leikurum og aðstandendum myndarinnar hingað til lands um helgina.

Tökum á Interstellar er lokið

Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri.

Damon, McConaughey og Hathaway koma

Kvikmyndastjörnurnar eru á leið til landsins til að vera í tökum kvikmyndar Christopher Nolans -- Insterstellar. Stór verkefni eru í pípunum hjá erlendu deild Saga Film.

Damon mættur í tökur

Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.