Skaftáreldar komu upp úr löngum kvikugangi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2014 21:00 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.” Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.”
Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45
Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15