Skaftáreldar komu upp úr löngum kvikugangi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2014 21:00 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.” Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos. Í Skaftáreldum og Eldgjárgosinu hafi slíkir kvikugangar opnast eins og rennilás og valdið miklum usla á Íslandi. Haraldur sýndi okkur í gær berggang við Stykkishólmshöfn sem dæmi um það fyrirbæri sem gæti verið að myndast norðaustur af Bárðarbungu. Veðurstofan áætlar að kvikugangurinn þar sé nú orðinn 37 kílómetra langur og nái norður fyrir Vatnajökul. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Haraldur ekki mikið vitað um hvað það er sem hleypir svona göngum upp á yfirborðið.Jarðskjálftakort Veðurstofunnar er talið sýna vel hvernig kvikugangurinn skríður frá Bárðarbungu.Kort/Veðurstofa Íslands.„Við vitum að það gerðist í þessum stórgosum, eins og Skaftáreldum, Lakagosinu. Þá kom gangur upp á yfirborðið. Það var bara eins og það hefði verið rennilás, - bara opnast 25 kílómetra svæði, - á láglendinu,” segir Haraldur. Kvikugangurinn í Lagagígum er talinn hafa farið 70 kílómetra leið úr Grímsvötnum. „Það gaus ekki á hálendinu, undir jöklinum, heldur gaus á láglendinu, - þar sem gangurinn gekk undir láglendið. Svipað gerðist í Eldgjá um 934. Þá var eins og rennilásinn opnaðist.” Sá kvikugangur er rakinn til Kötlu, segir Haraldur. Eldgjár- og Skaftáreldagosin eru talin með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma. En telur Haraldur hættu á að slíkur atburður sé að hefjast? „Ég held ekki. Af því að þessi gangur er að fara yfir tiltölulega hálent svæði.” Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með til sýnis elsta kort sem til er af Lakagígum, sem orsökuðu Móðuharðindin árið 1783. Hann segir að stórgos eins og Skaftáreldar og Eldgjárgosið komi upp með 15-18 rúmkílómetra af kviku. Surtsey hafi verið um einn rúmkílómetri. „Þetta eru hamfaragos sem hafa valdið mjög miklum usla á Íslandi. Þau eiga eftir að gerast aftur. Þau gerast á um það bil 500 ára fresti, - svona stórgos. Þau eiga eftir að koma aftur. Ég er ekki viss um að við höfum einu sinni velt því fyrir okkur hver áhrifin eru af svona gosum. Við höfum ekki hugmynd um það.”
Tengdar fréttir Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kvikan gæti náð inn í Öskju og tendrað öflugt sprengigos Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir hættu á að kvikan frá Bárðarbungu nái inn í eldstöðvakerfi Öskju. 25. ágúst 2014 19:45
Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15