Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 14:37 Ferðamennirnir voru glaðir í bragði þegar Arngrímur mætti þeim á jöklinum. MYND/ARNGRÍMUR „Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
„Ég var að reyna að vekja athygli á því að það vantar skilti til að vara fólk við þeim hættum sem kunna að leynast á jöklinum,“ segir Arngrímur Hermannsson hjá fyrirtækinu Ice Explorer sem í dag birti myndir af ferðalagi fimm manna fjölskyldu upp á Langjökul. Arngrímur mætti fjölskyldunni er hún ók bílaleigubíl sínum eftir jökulbreiðunum í fyrradag en Arngrímur var þá á flytja ferðamannahóp upp á jökulinn. „Ég keyrði beint í flasið á þeim, skrúfaði niður rúðuna og spurði ökumann bílsins hvað hann væri nú að gera. „Am I doing something wrong?“ spurði hann þá á móti,“ segir Arngrímur og útskýrði hann þá fyrir ferðamönnunum að þarna væru hættulegar aðstæður sem þeir væru í þann mund að koma sér í. „Jökullinn er sífelldum breytingum undirorpinn. Eftir þriggja daga samfelldar rigningar er hann orðinn mjög sleipur og við slíkar aðstæður er fátt annað í stöðunni eða vera á vel útbúnum bílum, til að mynda á nagladekkjum eða gaddakeðjum og í fylgd með vönum leiðsögumönnum,“ segir Arngrímur og bætir við að því hafi ekki verið að skipta hjá ferðamönnum. Fjölskyldan á labbi um jökulinn, móðirin aðstoðar börn sín þrjú.MYND/ARNGRÍMURArngrímur hefur áhyggjur af því að við Íslendingar séum að missa tökin á ferðamannastraumnum hingað til lands en útlendingar sem sækja landið heim eru í æ ríkari mæli farnir að ferðast á eigin vegum, þá yfirleitt á bílaleigubílum eins og þessi fjölskylda er til marks um. „Þegar ferðamenn voru í skipulögðum ferðum á vegum ferðaskrifstofa var ekkert mál að halda utan um ferðir þeirra um landið en mig grunar að við séum að missa smá „kontrol“ á þessu núna,“ segir Arngrímur. „Mig grunar að við verðum að setja einhver boð fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma, þó svo að ég sé ekki almennt hrifinn af bönnum, til að koma þeim í skilning um hvar og hvar má ekki ferðast. Ég er ekki svo viss um þessi maður hefði farið áfram ef það hefði verið skilti þarna sem hefði greint frá hættum jökulsins.“ „Þegar ekið er að einbreiðri brú þá er skilti til sem bendir á hættuna af þrengingu vegarins. Ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um akstur á jöklum?“ spyr Arngrímur Hermannsson.Bíll á vegum Ice Explorer mætti bílaleigubílnum uppi á Langjökli.MYND/ARNGRÍMUR
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira