Stefán leitaði til ríkissaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 12:15 Stefán Eiríksson fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Valli Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. Þetta kemur fram í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra. Stefán segist ekki muna eftir tilefni fundar síns með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þann 18. mars. „Þetta mál hefur án efa borið þar á góma með einhverjum hætti. Síðan koma í kjölfarið, þetta er í mars, í apríl, maí ... einhver fleiri símtöl. Ég man ekki hvað þau voru mörg, eitt, tvö, þrjú, ýmist þannig að hún hringir í mig beint eða ég fæ sms með orðunum „Getur þú hringt“?“ hefur umboðsmaður eftir Stefáni í bréfi sínu til ráðherra. Stefán hafi þá hringt til baka í Hönnu Birnu og svarað ýmsum spurningum hennar. Einhverju sinni hafi verið gerð athugasemd við það þegar lögreglumenn mættu í ráðuneytið án þess að gera boð á undan sér. Þá hafi ráðherra verið mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir í tengslum við dóm Hæstaréttar í málinu er varðaði blaðamann Mbl.is. „Í einu af þeim samtölum þá er hún mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir og annað í þeim dúr, og ég bara við því, en hringir svo í mig aftur og óskar eftir að fá að hitta mig bara svona í þeim tilgangi - það var þá á laugardegi sem hún bað mig um að koma og hitta sig ... til þess að undirstrika það að hún sé ekki að reyna að hafa nein áhrif á rannsókn málsins eða annað heldur sé bara að leita eftir svörum við spurningum,“ er haft eftir Stefáni. Hann telur Hönnu Birnu hafa upplifað það þannig að hún væri að fara yfir strikið a.m.k. faglega og líklega í persónulegum samskiptum og viljað hreinsa andrúmsloftið. Fundurinn hafi líklega varað í klukkustund þar sem hann hafi í raun svarað sömu spurningum og áður. Stefán segist í kjölfarið hafa velt fyrir sér hvað hann ætti að gera vegna allra þessara spurninga. Sumar hafi verið þess eðlis að hann hafi þurft að afla upplýsinga um rannsóknina. „Þess vegna hafi hann haft samband við ríkissaksóknara og gert honum grein fyrir því að hann hefði fengið „símtöl frá ráðherra þar sem hún var að gera athugasemdir við ýmsa þætti í rannsókninni og spyrja margvíslegra spurninga og teldi að rannsóknin væri og ítarleg og óskaði eftir upplýsingum um meðferð trúnaðargagna og annað í þeim dúr og líka það, og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig að þegar þessu máli yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Aðspurður um hvert tilefni þeirrar rannsóknar væri segir Stefán aðspurður af umboðsmanni: „Ja, þessar athugasemdir hennar um að allt of langt væri gengið og verið að afla alls kyns gagna og setja fram með einhverjum sérkennilegum hætti ýmsa hluti og annað í þeim dúr. Ekki síst út af þessari athugasemd þá hafði ég samband við ríkissaksóknara.“ Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði samband við ríkissaksóknara þar sem fyrirspurnir ráðherra hafi verið á þann veg að hann þurfti að afla upplýsinga um rannsóknina á lekamálinu. Þetta kemur fram í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra. Stefán segist ekki muna eftir tilefni fundar síns með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þann 18. mars. „Þetta mál hefur án efa borið þar á góma með einhverjum hætti. Síðan koma í kjölfarið, þetta er í mars, í apríl, maí ... einhver fleiri símtöl. Ég man ekki hvað þau voru mörg, eitt, tvö, þrjú, ýmist þannig að hún hringir í mig beint eða ég fæ sms með orðunum „Getur þú hringt“?“ hefur umboðsmaður eftir Stefáni í bréfi sínu til ráðherra. Stefán hafi þá hringt til baka í Hönnu Birnu og svarað ýmsum spurningum hennar. Einhverju sinni hafi verið gerð athugasemd við það þegar lögreglumenn mættu í ráðuneytið án þess að gera boð á undan sér. Þá hafi ráðherra verið mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir í tengslum við dóm Hæstaréttar í málinu er varðaði blaðamann Mbl.is. „Í einu af þeim samtölum þá er hún mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir og annað í þeim dúr, og ég bara við því, en hringir svo í mig aftur og óskar eftir að fá að hitta mig bara svona í þeim tilgangi - það var þá á laugardegi sem hún bað mig um að koma og hitta sig ... til þess að undirstrika það að hún sé ekki að reyna að hafa nein áhrif á rannsókn málsins eða annað heldur sé bara að leita eftir svörum við spurningum,“ er haft eftir Stefáni. Hann telur Hönnu Birnu hafa upplifað það þannig að hún væri að fara yfir strikið a.m.k. faglega og líklega í persónulegum samskiptum og viljað hreinsa andrúmsloftið. Fundurinn hafi líklega varað í klukkustund þar sem hann hafi í raun svarað sömu spurningum og áður. Stefán segist í kjölfarið hafa velt fyrir sér hvað hann ætti að gera vegna allra þessara spurninga. Sumar hafi verið þess eðlis að hann hafi þurft að afla upplýsinga um rannsóknina. „Þess vegna hafi hann haft samband við ríkissaksóknara og gert honum grein fyrir því að hann hefði fengið „símtöl frá ráðherra þar sem hún var að gera athugasemdir við ýmsa þætti í rannsókninni og spyrja margvíslegra spurninga og teldi að rannsóknin væri og ítarleg og óskaði eftir upplýsingum um meðferð trúnaðargagna og annað í þeim dúr og líka það, og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig að þegar þessu máli yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Aðspurður um hvert tilefni þeirrar rannsóknar væri segir Stefán aðspurður af umboðsmanni: „Ja, þessar athugasemdir hennar um að allt of langt væri gengið og verið að afla alls kyns gagna og setja fram með einhverjum sérkennilegum hætti ýmsa hluti og annað í þeim dúr. Ekki síst út af þessari athugasemd þá hafði ég samband við ríkissaksóknara.“
Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45
Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41
Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55
Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42